7000 milljarða tilboði Breta vel tekið í Brussel Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:27 Það má ýmislegt gera við 6750 milljarða. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því. Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bresk stjórnvöld segjast reiðubúin að greiða Evrópusambandinu allt að 55 milljarða evra, eða 6750 milljarða íslenskra króna, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þó enginn samningur liggi fyrir um málið að svo stöddu segir stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins að tilboðinu hafi verið nokkuð vel tekið af samninganefnd Evrópusambandsins. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá tilboðinu nú í morgun og sagði til að mynda The Guardian að fallist hafi verið á breska tilboðið í Brussel. Svo virðist þó ekki vera og hafa stjórnvöld í Lundúnum borið þær fregnir til baka. Guardian hefur að sama skapi endurskrifað frétt sína. Greiðsla Breta til Evrópusambandsins eftir útgönguna hefur verið stórt þrætuepli í viðræðunum sem nú standa yfir. Bresk stjórnvöld viðurkenna að þau beri fjárhagslegar skyldur gagnvart sambandinu en samninganefndirnar hafa verið ósammála um hversu miklar þær eru. Theresa May, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í september síðastliðnum að Bretland myndi ekki greiða meira en 20 milljarða evra, um 2500 milljarða króna, og krafðist Evrópusambandið hærri greiðslu. Greiðslunni er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði við hlutdeild Breta í eftirlaunagreiðslum starfsfólks Evrópusambandsins, einhver ár fram í tímann. Þá er greiðslunni jafnframt ætlað að tryggja framtíð stórra uppbyggingarverkefni sem fallist var á meðan Bretar voru enn í Evrópusambandinu en taka ekki að rísa fyrr en þeir hafa sagt sig úr því.
Brexit Tengdar fréttir Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33 Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00 Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Búa sig undir að Brexit-viðræðurnar sigli í strand Helsti samningamaður Evrópusambandsins býr sig nú undir að viðræður við Breta um úrgöngu þeirra úr sambandinu kunni að fara í vaskinn. 13. nóvember 2017 06:33
Breska þingið fær að hafa áhrif á lokasamkomulagið um útgöngu Breskir þingmenn munu fá tækifæri til að gagnrýna, ræða og hafa áhrif á samkomulag Breta og ESB varðandi útgöngu þeirra fyrrnefndu úr sambandinu. Þingmenn Verkamannaflokksins telja þá niðurstöðu fela í sér að viðræðum miði ekki 14. nóvember 2017 06:00
Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Ekki verður hægt að ræða um landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands fyrr en fríverslunarsamningar hafa náðst á milli Breta og ESB. Írar hóta hins vegar að beita neitunarvaldi gegn slíkum samningi. 27. nóvember 2017 07:00