Handbolti

Seinni bylgjan: Dómararnir byrja að reka út af fyrir allt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, fór ekki fögrum orðum um frammistöðu dómaranna í leik Gróttu og Fjölnis. „Mér fannst þetta á köflum vera sirkus og þetta dómarapar á ekki heima í þessari deild,“ sagði Kári meðal annars.

Strákarnir í Seinni bylgjunni sögðu að dómararnir, Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, hefðu verið fínir í 50 mínútur en síðan hefði allt farið til fjandans.

„Að mínu viti þá detta dómararnir úr takti við leikinn síðustu tíu mínúturnar. Þeir byrja að reka út af fyrir allt þegar þeir hefðu getað komist auðveldlega frá þessu,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

Sjá má umræðuna og umdeildu atvikin hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×