Flottasti leikvangurinn í byggingu í dag mun hýsa NFL, ÓL 2024 og HM 2026 | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2017 08:00 Mynd/Youtube-síða LA Rams Íþróttaleikvangar heimsins verða alltaf flottari og flottari og alltaf er verið að bæta við flóruna. Það kostar sitt að byggja alvöru íþróttaleikvang í dag enda eru kröfurnar orðnar gríðarlega ætli menn að koma sér í hóp þeirra flottustu. Í dag eru mörg stærstu íþróttafélög heimsins að hugsa um að stækka við sig til að auka upplifun áhorfenda sem og innkomu af leikjum. Stórir íþróttaviðburðir eins og Ólympíuleikar, heimsmeistarakeppnir eða Evrópukeppnir kalla líka alltaf á nýja leikvanga. B1M-myndbandasíðan á Youtube hefur nú tekið saman skemmtilegt myndband um fimm flottustu leikvangana sem eru í byggingu í dag. Leikvangarnir sem komu til greina verða að vera tilbúnir fyrir árið 2020. Leikvangarnir fimm sem komust í þennan úrvalshóp eru í byggingu í Ástralíu, Japan, Ungverjalandi, Englandi og Bandaríkjunum. Þar má sjá leikvang sem getur hýst fimm mismunandi íþróttir og annan leikvang sem hefur bæði venjulegt gras og gervigras sem og lengsta bar í Bretlandi. Þá má einnig nefna leikvang sem er með hlaupabraut upp við þakið og annan þar sem upplifun gesta á leiðinni til sæta verður eins og að ganga í gegnum skóglendi. Sá allra flottasti af þessum fimm verður líka mikið í sviðsljósinu á næstu árum því þar munu tvö NFL-lið spila heimaleiki sína auk þess að þetta verður aðalleikvangurinn á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2024 og mun að öllum líkindum hýsa úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í fótbolta árið 2026. Það má sjá þetta fróðlega myndband hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Ólympíuleikar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira
Íþróttaleikvangar heimsins verða alltaf flottari og flottari og alltaf er verið að bæta við flóruna. Það kostar sitt að byggja alvöru íþróttaleikvang í dag enda eru kröfurnar orðnar gríðarlega ætli menn að koma sér í hóp þeirra flottustu. Í dag eru mörg stærstu íþróttafélög heimsins að hugsa um að stækka við sig til að auka upplifun áhorfenda sem og innkomu af leikjum. Stórir íþróttaviðburðir eins og Ólympíuleikar, heimsmeistarakeppnir eða Evrópukeppnir kalla líka alltaf á nýja leikvanga. B1M-myndbandasíðan á Youtube hefur nú tekið saman skemmtilegt myndband um fimm flottustu leikvangana sem eru í byggingu í dag. Leikvangarnir sem komu til greina verða að vera tilbúnir fyrir árið 2020. Leikvangarnir fimm sem komust í þennan úrvalshóp eru í byggingu í Ástralíu, Japan, Ungverjalandi, Englandi og Bandaríkjunum. Þar má sjá leikvang sem getur hýst fimm mismunandi íþróttir og annan leikvang sem hefur bæði venjulegt gras og gervigras sem og lengsta bar í Bretlandi. Þá má einnig nefna leikvang sem er með hlaupabraut upp við þakið og annan þar sem upplifun gesta á leiðinni til sæta verður eins og að ganga í gegnum skóglendi. Sá allra flottasti af þessum fimm verður líka mikið í sviðsljósinu á næstu árum því þar munu tvö NFL-lið spila heimaleiki sína auk þess að þetta verður aðalleikvangurinn á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2024 og mun að öllum líkindum hýsa úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í fótbolta árið 2026. Það má sjá þetta fróðlega myndband hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Ólympíuleikar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Sjá meira