Blindur stuðningsmaður Liverpool kvartar undir meðferð lögreglunnar á leiknum í Sevilla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 09:00 Stuðningsmaður Liverpool. Vísir/Getty Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg. Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins. Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar. Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel. Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum. Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun. Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla. „Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian. „Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira