Fyrirskipar endurskoðun á bakgrunnskerfi byssukaupa 23. nóvember 2017 15:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira