Brotist inn til foreldra Höskuldar: Kom upp reiði sem ég hef aldrei kynnst áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 11:15 Höskuldur Gunnlaugsson í leik með Breiðabliki. vísir/andri marinó Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson segir frá innbroti á heimili fjölskyldu hans í Kópavogi á Facebook-síðu sinni en Vísir hafði áður greint frá atvikinu. Faðir hans, Gunnlaugur Sigurðsson, lenti í átökum við innbrotsþjóf eftir að hafa reynt í rólegheitum að ræða við hann. Eftir að innbrotsþjófurinn kýldi Gunnlaug og braut í honum tönn ákvað Gunnlaugur að reyna að halda honum þar til lögreglan mætti á svæðið. „Mér fannst mér dálítið klént að láta hann fara fyrst hann var búinn að brjóta úr mér tönn,“ sagði Gunnlaugur. Hann hafði þjófinn undir en sá síðarnefndi náði að teygja sig í stein og slá Gunnlaug með honum. Í framhaldinu komust þeir í burtu, meðal annars með fartölvu af heimilinu, en lögregla hafði hendur í hári þeirra. Gunnlaugur hlaut nokkra áverka, meðal annars missti hann meðvitund og nokkrar tennur. Höskuldur, sem er uppalinn í Breiðabliki og leikur nú með Halmstad í Svíþjóð, segir hann að hann hafi fundið fyrir reiði sem hann hafi aldrei kynnst áður. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hefna og ég var við það að hafa samband við alla mína „óprúðustu“ vini og kunningja til að svara með sama hætti og þessir menn höfðu gert.“ Faðir hans náði hins vegar að róa Höskuld og að málið væri komið í hendur yfirvalda. „Mikið sem ég óska þess að ég hefði getað verið á staðnum, en pabbi gamli, sem nýverið varð 67 ára gamall, var allur hinn hressasti í gær,“ segir Höskuldur. Sonurinn lauk færslunni á tilvitnun í föður sinn, sem var ánægður með að hafa haldið í við sér yngri menn. „Þrátt fyrir að vera nokkuð illa farin líkamlega þá lyfti það upp sálinni að finna það að maður getur ennþá tekist á og það við menn á besta aldri.“ Færslu hans má lesa hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Innbrotið í Kópavogi: Fannst klént að láta þjófinn fara eftir tannbrotið Gunnlaugur Sigurðsson segist ekkert hafa óttast þegar hann kom að óboðnum gesti á heimili hans undir miðnætti. 23. nóvember 2017 07:45