Höfum við virkilega efni á þessu? Aron Leví Beck skrifar 22. nóvember 2017 08:45 Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýútkominni ályktun frá Sameinuðu þjóðunum, Human Rights Council , 6-23 June 2017 er varpað ljósi á þá staðreynd að það hljóti að vera eitthvað að í þjónustu við einstaklinga með geðraskanir. Bent er á fjölgun örorkuþega, að sjúkdómaflokkum fjölgi og geðlyfjanotkun aukist, svo fátt eitt sé nefnt. Skýrsluhöfundur bendir á að það sé mikilvægt að setja ekki mesta fjármagnið í kaldar og lokaðar stofnanir sem er erfitt að leita til. Heldur sé mikilvægt að opna aðgengi og gefa einstaklingi sem leita þarf aðstoðar fjölbreytta valmöguleika og þann tíma sem þarf. Hvað erum við að gera hér á landi? Á næsta ári stendur til að leggja niður starfssemi GET(Geðheilsa-eftirfylgd), sem einmitt hefur haft mikil áhrif í okkar samfélagi og hefur ýtt á framfarir þegar kemur að batanálgun og valdeflingu í geðheilbrigðisþjónustu. GET hefur starfað innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en þar á bæ vilja menn ekki hýsa þetta úrræði lengur. GET hefur þróað persónulega þjónustu sem byggir á jafningjagrunni og valdi einstaklingsins til að velja sína leið í batanum. GET vinnur náið með Hugarafli, félagasamstökum einstaklinga með geðraskanir sem hafa í 15 ár beitt sér fyrir breytingum á Íslensku geðheilbrigðiskerfi. Stuðningur er veittur frá fagfólki og einstaklingum sem þekkja geðræna erfiðleika á eigin skinni. Sameiginlega veita þessir aðilar þjónustu sem styrkir á bataleið, utanumhald er þétt og tekist er á við þau bakslög sem kunna að koma. Gefandi samfélag tekur á móti þeim aðilum sem leita til stöðvarinnar og einstaklingur tilheyrir „vinnustaðnum“. GET og Hugarafl hafa bent á mikilvægi þess að þjónusta sé aðgengileg og að hægt sé að leita hennar á eigin forsendum. Ekki sé gott að setja upp hindranir eins og að geðgreiningar séu forsenda eða tilvísanir. Einnig hafa þau bent á að úrræði verði að vera opin til að hægt sé að ná til einstaklinga sem mögulega eru á „gráu svæði“ og eiga erfitt með að leita sér þjónustu. Ætlum við í alvöru að henda þessari reynslu sem hér er komin? Hvað ætla ríki og borg að gera til að leysa þetta mál? Getur stofnun eins og Heilsugæslan allt í einu ákveðið að henda svona dýrmætri þjónustu, taka til sín fjármagnið og láta svo sem ekkert sé? Hér hlýtur að vera um afturför að ræða og brýnt að svona starf fái að lifa undir öðrum formerkjum. Það verður fjöldinn allur af einstaklingum og fjölskyldum sem missir þjónustu ef af verður og það getur komið alvarlegt bakslag bataferli einstaklinga. Það má ekki gerast. Það getur bara ekki passað að þegar þörf eykst fyrir fjölbreytta þjónustu að við viljum fækka valmöguleikum? Höfundur er formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar