Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum Aron Ingi Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2017 12:00 Mynd úr safni. vísir/vilhelm Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Ekkert ferðaveður er á Vestfjörðum í augnablikinu, en stórhríð er og flughált víða. Lítil snjóflóð hafa fallið á fjallvegum, að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum, en engin í byggð, og ekkert sem lögreglan hefur áhyggjur af að svo stöddu. Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu og verður athugað fljótlega eftir hádegi hvort sú leið verði opnuð í dag, en gert er ráð fyrir að það taki að lægja eftir hádegi. Þá eru fjallvegir víða lokaðir en ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Kollafjarðarheiði og Klettshálsi í augnablikinu. Auk þess eru Djúpvegur og Strandavegur ófærir, flughált og stórhríð á vegum á sunnanverðum Vestfjörðum og afar þungfært er í Ísafjarðardjúpi. Björgunarsveitir og Vegagerðin eru vakandi yfir stöðu mála. Eitthvað var um útköll í gærkvöld á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem björgunarsveitir komu til aðstoðar en það var ekki yfirgripsmikið að sögn lögreglunnar. Lögreglan vill ítreka að það sé ekkert ferðaveður og biður fólk um að vera ekki á ferðinni að óþörfu og fylgjast vel með opinberum tilkynningum. Ekki var flogið frá Reykjavík til Ísafjarðar í morgun að sögn Flugfélags Íslands. Fljúga átti klukkan níu í morgun og verður málið athugað fljótlega eftir hádegi. Einnig var flugi flugfélagsins Ernis seinkað frá Reykjavík til Bíldudals en fljúga átti klukkan 11 í morgun og verður skoðað hvort hægt sé að fljúga klukkan 12 í dag. Rétt er að geta þess að ferjan Baldur sem siglir milli Brjánslækjar og Stykkishólms er biluð og mun viðgerð taka að minnsta kosti tvær vikur, en nákvæmur viðgerðartími mun koma í ljós eftir fund seinnipartinn í dag að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða.
Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14 Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24 Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði Björgunarsveitir af Norðurlandi og af Vesturlandi eru nú að aðstoða fólk í þónokkkrum föstum bílum á Holtavörðuheiði, í slæmu veðri og þar er allt kolófært. 21. nóvember 2017 07:14
Björgunarsveitarmenn unnu í alla nótt við að losa bíla á Holtavörðuheiði Tók þrjá tíma að komast upp heiðina. 21. nóvember 2017 10:24
Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. 21. nóvember 2017 11:03