Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 10:15 Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar Karlsdóttur. Vísir/GVA Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Dyggur hlustandi Útvarps Sögu hefur stefnt útvarpsstjóranum, Arnþrúði Karlsdóttur, um greiðslu á 3,6 milljónum króna. Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Tengdadóttir hlustandans, konu á miðjum aldri, segir hana glíma við andleg veikindi. Hún sé öryrki sem hafi legið í lengri tíma inni á geðdeild.Trúði að um lán væri að ræða Forsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Í stefnunni, sem Vísir hefur undir höndum, segist konan hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Lögmaðurinn Pétur Gunnlaugsson, sem er í aðalhlutverki á Útvarpi Sögu við hlið Arnþrúðar, fer með málið fyrir hönd Arnþrúðar. Í greinargerð hans segir að konan hafi tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Af þeim sökum hafi hún ekki viljað að peningurinn færi inn á opinberan reikning stöðvarinnar. Því hafi hún óskað eftir því að fá að leggja inn á reikning sem skráður var á Arnþrúði.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson standa vaktina á Útvarpi Sögu og hafa gert í vel á annan áratug.Útvarp SagaHafði áður styrkt Útvarp Sögu „Þetta er lánamál. Það snýr að því að tengdamóðir mín er andlega veik og er búin að liggja í lengri tíma inni á geðdeild,“ segir Thelma Christel Kristjánsdóttir, tengdadóttir konunnar. Hún segir tengdamóður sína vera hjá kírópraktor sem sé með starfsemi í sama húsi og Útvarp Saga. „Hún átti það til að mæta í kaffi á stöðina og þær verða smá vinkonur. Arnþrúður þykist vera að hjálpa henni því hún hafði áhyggjur af húsinu sem hún býr í. Til að gera langa sögu stutta þá myndast þarna einhver tengsl.“ Telma segir að tengdamóðir sín hafi verið einlægur aðdáandi Útvarps Sögu, hafi hlustað mikið á stöðina og hafi einu sinni styrkt stöðina um 150 þúsund krónur. „Hún hafði styrkt Útvarp Sögu og lagt inn á styrktarreikninginn sjálfan. Svo fara inn á persónulegan reikning Arnþrúðar 3,6 milljónir alla vega,“ segir Telma.Segir skýringu Arnþrúðar hafa breyst „Tengdamóðir mín heldur því fram að þetta hafi verið lán því Arnþrúður hafi sagt að hún þyrfti fjármagn til að halda stöðinni gangandi og eitthvað svoleiðis. Þetta var móðurarfur hennar, hún er öryrki,“ bætir Telma við. Um það snúist málið. „Arnþrúður, skilst mér, vill meina að þetta hafi verið styrkur til Útvarps Sögu en þá spyrjum við af hverju fór þetta ekki bara inn á styrktarreikninginn?“ Telma segir að í samtali við sig hafi Arnþrúður sagt að það hafi verið við gjaldkera í Arion banka að sakast og það væri skýringin á því að peningurinn hafi endað á sínum persónulega reikning. „Það er svo orðið breytt núna. Ég skil það nú ekki.“ Forsvarsmenn Útvarps Sögu segja að upphæðin hafi nær samstundis verið lögð inn á styrktarreikning Útvarps Sögu. „Þau hafa ekki lagt fram nein gögn þess efnis. Ég hlakka þá bara til að sjá þau.“ Arnþrúður sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig frekar um málið.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira