Heimsfaraldur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Sum verkefni eru slík að umfangi að þau virðast við fyrstu sýn nánast óyfirstíganleg. Engu að síður höfum við ítrekað séð hvernig einbeittur vilji ráðamanna og sameiningarmáttur þjóðanna hefur, jafnvel á ögurstundu, framkallað stórkostlega sigra. Nægir að nefna baráttuna við rýrnun ósonlagsins, útrýmingu mænuveiki og vinnuna sem farið hefur í að stöðva útbreiðslu HIV. Ekki minni verkefni blasa við okkar kynslóð. Loftslagsbreytingar, sýklalyfjaónæmi og misskipting auðs eru þar á meðal. Í Fréttablaðinu í gær finnum við sterka vísbendingu um annað slíkt verkefni en þar greindum við frá því hvernig notkun lyfja við sykursýki hefur þrefaldast á Íslandi frá aldamótum. Sambærileg aukning hefur átt sér stað víðast hvar annars staðar í heiminum, í þróunarríkjum og iðnvæddum ríkjum. „Það er faraldur sykursýki í heiminum,“ sagði yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum í samtali við Fréttablaðið. Læknirinn fór sannarlega ekki með rangt mál. Árið 1980 voru 108 milljónir manna með sykursýki í heiminum. Árið 2014 voru milljónirnar orðnar 422. Það ár var hnattrænt algengi sykursýki (18 ára og eldri) 8,5 prósent. Árið 2045 er gert ráð fyrir að 693 milljónir manna verði með sykursýki. Þessi sjúkdómur er ein helsta orsök sjónleysis, nýrnabilunar, hjartaáfalla og heilablóðfalla. Rúmlega 1,6 milljónir dauðsfalla árið 2015 er hægt að rekja til sykursýki. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða alþjóðavæðingu síðustu fimmtíu ára og tilheyrandi breytinga á umhverfi okkar, samfélagi og lifnaðarháttum. Kostnaðurinn sem fylgir heimsfaraldri sykursýki er gríðarlegur. Hann nemur tugþúsundum milljarða króna á ári. Í þessu felst mikil áskorun fyrir komandi kynslóðir, sérstaklega í ljósi hagþróunar þróunarríkja og aukins aðgengis að heilbrigðisþjónustu sem verður með tímanum dýrari og á endanum fallvölt. Faraldur sykursýki er ekki aðeins ógn við lýðheilsu, hann er einnig fjárhagslegt stórslys. Til að bregðast við þessu þarf margþætta íhlutun þar sem bæði er horft til hátternis einstaklingsins (mataræði, hreyfing o.fl.) og stefnumarkandi áherslna sem taka til matarframboðs og nærumhverfis okkar, eins og í gegnum deiliskipulag. Að öllum líkindum þarf meira til. Heimsfaraldur sykursýki byggir á afar flóknu samspili erfða, og þá sérstaklega utangenaerfða, og samfélagsgerðar. Í ljósi þessa mikla vandamáls er ekki nóg að hvetja til heilsusamlegri lifnaðarhátta, heldur verðum við að finna þá sem eru útsettir fyrir sykursýki, bæði út frá erfðasögu sinni og lífsstíl, og skima fyrir sjúkdóminum og þar með minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum verulega. Þannig þarf að leggjast í meiriháttar átak til að bæta greiningu og upplýsingar um sykursýki á Íslandi. Það eina sem þarf til er einbeittur vilji til að taka rökrétta ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Sum verkefni eru slík að umfangi að þau virðast við fyrstu sýn nánast óyfirstíganleg. Engu að síður höfum við ítrekað séð hvernig einbeittur vilji ráðamanna og sameiningarmáttur þjóðanna hefur, jafnvel á ögurstundu, framkallað stórkostlega sigra. Nægir að nefna baráttuna við rýrnun ósonlagsins, útrýmingu mænuveiki og vinnuna sem farið hefur í að stöðva útbreiðslu HIV. Ekki minni verkefni blasa við okkar kynslóð. Loftslagsbreytingar, sýklalyfjaónæmi og misskipting auðs eru þar á meðal. Í Fréttablaðinu í gær finnum við sterka vísbendingu um annað slíkt verkefni en þar greindum við frá því hvernig notkun lyfja við sykursýki hefur þrefaldast á Íslandi frá aldamótum. Sambærileg aukning hefur átt sér stað víðast hvar annars staðar í heiminum, í þróunarríkjum og iðnvæddum ríkjum. „Það er faraldur sykursýki í heiminum,“ sagði yfirlæknir innkirtlalækninga á Landspítalanum í samtali við Fréttablaðið. Læknirinn fór sannarlega ekki með rangt mál. Árið 1980 voru 108 milljónir manna með sykursýki í heiminum. Árið 2014 voru milljónirnar orðnar 422. Það ár var hnattrænt algengi sykursýki (18 ára og eldri) 8,5 prósent. Árið 2045 er gert ráð fyrir að 693 milljónir manna verði með sykursýki. Þessi sjúkdómur er ein helsta orsök sjónleysis, nýrnabilunar, hjartaáfalla og heilablóðfalla. Rúmlega 1,6 milljónir dauðsfalla árið 2015 er hægt að rekja til sykursýki. Þessi þróun hefur átt sér stað samhliða alþjóðavæðingu síðustu fimmtíu ára og tilheyrandi breytinga á umhverfi okkar, samfélagi og lifnaðarháttum. Kostnaðurinn sem fylgir heimsfaraldri sykursýki er gríðarlegur. Hann nemur tugþúsundum milljarða króna á ári. Í þessu felst mikil áskorun fyrir komandi kynslóðir, sérstaklega í ljósi hagþróunar þróunarríkja og aukins aðgengis að heilbrigðisþjónustu sem verður með tímanum dýrari og á endanum fallvölt. Faraldur sykursýki er ekki aðeins ógn við lýðheilsu, hann er einnig fjárhagslegt stórslys. Til að bregðast við þessu þarf margþætta íhlutun þar sem bæði er horft til hátternis einstaklingsins (mataræði, hreyfing o.fl.) og stefnumarkandi áherslna sem taka til matarframboðs og nærumhverfis okkar, eins og í gegnum deiliskipulag. Að öllum líkindum þarf meira til. Heimsfaraldur sykursýki byggir á afar flóknu samspili erfða, og þá sérstaklega utangenaerfða, og samfélagsgerðar. Í ljósi þessa mikla vandamáls er ekki nóg að hvetja til heilsusamlegri lifnaðarhátta, heldur verðum við að finna þá sem eru útsettir fyrir sykursýki, bæði út frá erfðasögu sinni og lífsstíl, og skima fyrir sjúkdóminum og þar með minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum verulega. Þannig þarf að leggjast í meiriháttar átak til að bæta greiningu og upplýsingar um sykursýki á Íslandi. Það eina sem þarf til er einbeittur vilji til að taka rökrétta ákvörðun.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun