Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017 CrossFit Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017
CrossFit Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira