Ég á heima meðal þeirra bestu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Sigurreifur. Björn Lúkas fagnar hér einum af sigrum sínum á HM áhugamanna í MMA sem fram fór í Barein. mynd/Jorden Curran/ IMMAF Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. MMA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.
MMA Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira