Allir fyrirvarar kaupsamnings Vodafone og 365 uppfylltir Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:24 Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við undirritun kaupsamnings Vísir/Vilhelm Allir fyrirvarar kaupsamnings Fjarskipta á einingum 365 hafa verið uppfylltir og þeim aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjarskipta hf., sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, til Kauphallarinnar. Þar segir að gengið hafi verið frá nauðsynlegum samningum, meðal annars um uppgjör aðila síns á milli. Greiðsla kaupverðs og afhending eigna og reksturs fer því fram á morgun, 1. desember, eins og að var stefnt. Fjarskipti hf. eignast þar meðal annars fjölmiðla eins og Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjuna, FM957, Xið, vísir.is, fréttadeild og auglýsinga- og áskriftasölu. Þessar einingar, starfsmenn þeirra og stjórnendur munu færast undir nýtt svið sem ber nafnið Miðlar innan Fjarskipta. 365 heldur eftir Fréttablaðinu og tímaritinu Glamour. Hefur Björn Víglundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja sviðs og mun leiða samþættingu við aðrar einingar Fjarskipta og vöruþróun sem félagið telur mikil tækifæri í. Í tilkynningu kemur fram að það sé skýrt markmið samrunans að styðja öfluga innlenda dagskrárgerð og faglega óháða fréttastofu sem lykilþátt í framtíðarstefnu félagsins.Björn VíglundssonVodafoneBjörn hefur starfað hjá Vodafone frá árinu 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri Markaðssviðs, þá framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs og nú síðast framkvæmdastjóri Sölu & þjónustusviðs. Áður starfaði Björn hjá Toyota á Íslandi og Tryggingamiðstöðinni. Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Tampa í Bandaríkjunum. Hann er giftur Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnar og eiga þau þrjú börn. Fjarskipti hf. fullyrðir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni finna litlar sem engar breytingar fyrst um sinn en markmiðið sé að viðskiptavinir finni fljótlega fyrir breytingum með tilliti til vöruframboðs og þjónustu sem mun skila sér til neytenda. Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Fjarskipti hf. : Kaup Fjarskipta á einingum 365Þann 14. mars 2017 undirrituðu Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. samning um kaup á rekstrarhluta og nánar tilgreindum eignum 365 miðla hf., að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með skilyrðum þann 9. október síðastliðinn og við það tilefni kom fram að næstu vikur færu í að leggja lokahönd á viðskiptin og uppfylla hefðbundna fyrirvara í kaupsamningi með það að markmiði að greiðsla kaupverðs og afhending eigna færi fram 1. desember 2017. Nú hafa allir fyrirvarar kaupsamningsins verið uppfylltir og þeim aflétt. Samhliða hefur verið gengið frá nauðsynlegum samningum , m.a. um uppgjör aðila sín á milli. Greiðsla kaupverðs og afhending eigna og reksturs fer því fram á morgun, 1. desember eins og að var stefnt. Einingarnar sem koma frá 365 innifela meðal annars fjölmiðla eins og Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjuna, FM957, Xið, vísir.is, fréttadeild og auglýsinga- og áskriftasölu. Þessar einingar, starfsmenn þeirra og stjórnendur munu færast undir nýtt svið sem ber nafnið Miðlar innan Fjarskipta.Björn Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja sviðs og mun leiða samþættingu þess við aðrar einingar Fjarskipta og vöruþróun sem félagið telur mikil tækifæri í. Það er skýrt markmið samrunans að styðja öfluga innlenda dagskrárgerð og faglega óháða fréttastofu sem lykilþátt í framtíðarstefnu félagsins. Viðskiptavinir munu finna litlar sem engar breytingar fyrst um sinn en markmiðið er að viðskiptavinir finni fljótlega fyrir jákvæðum breytingum með tilliti til vöruframboðs og þjónustu sem mun skila sér til neytenda.Velta sameinaðs félags mun nema um 22 milljörðum króna og skila um 5 milljörðum króna í EBITDA hagnað þegar samlegðaráhrif eru að fullu komin fram eftir 12-18 mánuði. Með viðskiptunum verður til leiðandi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun veita yfir 500 manns atvinnu og bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina.Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone:"Það er mjög ánægjulegt að taka síðasta skrefið í kaupum okkar á stórum hluta fjölmiðla- og fjarskiptastarfsemi 365. Á meðan á löngu kaupferli hefur staðið hef ég gert mér enn betur grein fyrir mikilvægi þessarar starfsemi fyrir íslenskt samfélag og þeim frábæra hópi starfsfólks sem á hverjum einasta degi færir landsmönnum menningu, fréttir og afþreyingu í heimsklassa í sjónvarpi, útvarpi á netinu eða í snjalltækjum. Við hlökkum til að geta nú farið að vinna með afbragðs starfsfólki í nýjum einingum að framtíðarþróun félagsins. Þrátt fyrir aukið erlent framboð tel ég að um alla framtíð verði þörf og eftirspurn eftir öflugum innlendum miðlum sem gera efni sem tengist samfélagi okkar og menningu. Markmiðið er skýrt að reka öfluga íslenska fjölmiðlun, byggja upp einstakan vinnustað og vöru og þjónustu í bestu fáanlegu gæðum fyrir landsmenn alla." Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Allir fyrirvarar kaupsamnings Fjarskipta á einingum 365 hafa verið uppfylltir og þeim aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu Fjarskipta hf., sem á og rekur fjarskiptafyrirtækið Vodafone, til Kauphallarinnar. Þar segir að gengið hafi verið frá nauðsynlegum samningum, meðal annars um uppgjör aðila síns á milli. Greiðsla kaupverðs og afhending eigna og reksturs fer því fram á morgun, 1. desember, eins og að var stefnt. Fjarskipti hf. eignast þar meðal annars fjölmiðla eins og Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjuna, FM957, Xið, vísir.is, fréttadeild og auglýsinga- og áskriftasölu. Þessar einingar, starfsmenn þeirra og stjórnendur munu færast undir nýtt svið sem ber nafnið Miðlar innan Fjarskipta. 365 heldur eftir Fréttablaðinu og tímaritinu Glamour. Hefur Björn Víglundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja sviðs og mun leiða samþættingu við aðrar einingar Fjarskipta og vöruþróun sem félagið telur mikil tækifæri í. Í tilkynningu kemur fram að það sé skýrt markmið samrunans að styðja öfluga innlenda dagskrárgerð og faglega óháða fréttastofu sem lykilþátt í framtíðarstefnu félagsins.Björn VíglundssonVodafoneBjörn hefur starfað hjá Vodafone frá árinu 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri Markaðssviðs, þá framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs og nú síðast framkvæmdastjóri Sölu & þjónustusviðs. Áður starfaði Björn hjá Toyota á Íslandi og Tryggingamiðstöðinni. Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Tampa í Bandaríkjunum. Hann er giftur Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka Ferðaþjónustunnar og eiga þau þrjú börn. Fjarskipti hf. fullyrðir í tilkynningunni að viðskiptavinir muni finna litlar sem engar breytingar fyrst um sinn en markmiðið sé að viðskiptavinir finni fljótlega fyrir breytingum með tilliti til vöruframboðs og þjónustu sem mun skila sér til neytenda. Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan:Fjarskipti hf. : Kaup Fjarskipta á einingum 365Þann 14. mars 2017 undirrituðu Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. samning um kaup á rekstrarhluta og nánar tilgreindum eignum 365 miðla hf., að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með skilyrðum þann 9. október síðastliðinn og við það tilefni kom fram að næstu vikur færu í að leggja lokahönd á viðskiptin og uppfylla hefðbundna fyrirvara í kaupsamningi með það að markmiði að greiðsla kaupverðs og afhending eigna færi fram 1. desember 2017. Nú hafa allir fyrirvarar kaupsamningsins verið uppfylltir og þeim aflétt. Samhliða hefur verið gengið frá nauðsynlegum samningum , m.a. um uppgjör aðila sín á milli. Greiðsla kaupverðs og afhending eigna og reksturs fer því fram á morgun, 1. desember eins og að var stefnt. Einingarnar sem koma frá 365 innifela meðal annars fjölmiðla eins og Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjuna, FM957, Xið, vísir.is, fréttadeild og auglýsinga- og áskriftasölu. Þessar einingar, starfsmenn þeirra og stjórnendur munu færast undir nýtt svið sem ber nafnið Miðlar innan Fjarskipta.Björn Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja sviðs og mun leiða samþættingu þess við aðrar einingar Fjarskipta og vöruþróun sem félagið telur mikil tækifæri í. Það er skýrt markmið samrunans að styðja öfluga innlenda dagskrárgerð og faglega óháða fréttastofu sem lykilþátt í framtíðarstefnu félagsins. Viðskiptavinir munu finna litlar sem engar breytingar fyrst um sinn en markmiðið er að viðskiptavinir finni fljótlega fyrir jákvæðum breytingum með tilliti til vöruframboðs og þjónustu sem mun skila sér til neytenda.Velta sameinaðs félags mun nema um 22 milljörðum króna og skila um 5 milljörðum króna í EBITDA hagnað þegar samlegðaráhrif eru að fullu komin fram eftir 12-18 mánuði. Með viðskiptunum verður til leiðandi fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi, sem mun veita yfir 500 manns atvinnu og bjóða upp á fjölbreytt vöruframboð og enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina.Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone:"Það er mjög ánægjulegt að taka síðasta skrefið í kaupum okkar á stórum hluta fjölmiðla- og fjarskiptastarfsemi 365. Á meðan á löngu kaupferli hefur staðið hef ég gert mér enn betur grein fyrir mikilvægi þessarar starfsemi fyrir íslenskt samfélag og þeim frábæra hópi starfsfólks sem á hverjum einasta degi færir landsmönnum menningu, fréttir og afþreyingu í heimsklassa í sjónvarpi, útvarpi á netinu eða í snjalltækjum. Við hlökkum til að geta nú farið að vinna með afbragðs starfsfólki í nýjum einingum að framtíðarþróun félagsins. Þrátt fyrir aukið erlent framboð tel ég að um alla framtíð verði þörf og eftirspurn eftir öflugum innlendum miðlum sem gera efni sem tengist samfélagi okkar og menningu. Markmiðið er skýrt að reka öfluga íslenska fjölmiðlun, byggja upp einstakan vinnustað og vöru og þjónustu í bestu fáanlegu gæðum fyrir landsmenn alla."
Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira