Bjarki Ómarsson barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í kvöld þegar hann mætti Mehmosh Raza í fjaðurvigt á FightStar Championship 13.
Bjarki vann fyrstu lotuna eftir nokkur flott spörk og hann náði stjórn á Raza á gólfinu. Önnur lota var jöfn þar sem báðir voru með nokkrar fellur.
Mikil barátta einkenndi þriðju lotuna, Raza náði að halda Bjarka vel á gólfinu en eftir að Bjarki náði að berjast undan kom hann nokkrum spörkum inn.
Dómararnir voru ekki sammála hverjum ætti að veita sigurinn að loknum lotunum þremur. Svo fór að tveir dómarar dæmdu Bjarka sigurinn og einn Raza, og fyrsti sigur Bjarka í atvinnumannabardaga í hús.
Bjarki vann fyrsta atvinnubardagann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
