Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019. Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019.
Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00