Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Palestínumenn sjást hér bera særðan menn á brott í borginni Nablus á Vesturbakkanum. vísir/epa Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Að minnsta kosti 34 eru særðir, þar af einn alvarlega, eftir óeirðir á Vesturbakkanum í gær. Kveikja óeirðanna var sú ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Ákvörðun forsetans olli vonbrigðum víða um veröld. Palestínumenn lögðu niður störf í gær og mótmæltu á götum úti. Grjótkasti og íkveikjum var svarað með táragashylkjum og gúmmíkúlum úr byssum ísraelskra hermanna. Viðbúnaður hersins var nokkur vegna málsins og var fjölgað í herliði þeirra á svæðinu um hundruð. Samkvæmt heimildum Reuters köstuðu Palestínumenn steinum yfir landamæragirðingu en fengu á móti skot úr byssum landamæravarða.Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.VÍSIR/EPA„Það er mat mitt að þessi leið þjóni best hagsmunum Bandaríkjanna og sé best til þess fallin að koma á friði milli Ísraels og Palestínu,“ sagði Trump á blaðamannafundi í fyrradag. Þar tilkynnti hann að fyrirhugað væri að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði tíðindunum. „Ég hef verið í sambandi við aðrar þjóðir og vonast til þess að þær fylgi í kjölfarið. Það er enginn vafi í mínum huga um að önnur sendiráð muni færast til Jerúsalem,“ sagði forsætisráðherrann. Hann nefndi engin nöfn í þessu samhengi en í ísraelskum miðlum er hávær orðrómur um að Tékkland og Filippseyjar séu að íhuga slíkt. Hljóðið í Palestínumönnum var á annan veg. Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, hefur kallað eftir því að dagurinn í dag verði „ofsafenginn“ og marki upphaf „intifada“. Intifada er arabískt orð og getur verið notað í merkingunni „hrista einhvern af sér“. „Við höfum gefið öllum örmum Hamas skipun um að vera viðbúnir skipunum um að bregðast við þessari strategísku ógn,“ sagði Haniya í ávarpi. Fatah-hreyfing forsetans Mahmouds Abbas var venju samkvæmt hófstilltari í yfirlýsingum sínum. Dr. Nasser Al-Kidwa, talsmaður Fatah, sagði að hreyfingin myndi leita leiða til að mótmæla aðgerðinni með diplómatískum leiðum. Kallað hefur verið eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna sendiráðstilfærslunnar. „Við munum lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki lengur hæf til að taka þátt í friðarferlinu eða öðrum pólitískum málefnum svæðisins. Í okkar huga hafa þau tapað allri getu til þess,“ sagði Al-Kidwa. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varaði Trump við því að með þessu væri hann að kveikja í púðurtunnu. Þá hafa leiðtogar Bretlands, Frakklands og annarra Evrópuríkja tekið afstöðu gegn Bandaríkjunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði meðal annars að tilfærslan bryti gegn þjóðarétti og samþykktum öryggisráðsins. „Ákvörðunin hefur alla burði til að senda okkur aftur til dimmari tíma en við nú þegar lifum,“ segir Federica Mogherini, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Bandaríkin ætla að viðurkenna sameinaða Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. Palestínumenn gera tilkall til austurhlutans. Lengi verið deilt um framtíðarstöðu borgarinnar. 7. desember 2017 06:00
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Hamas kalla eftir árásum á Ísrael „Við höfum gefið öllum meðlimum Hamas skipanir um að undirbúa sig og vera tilbúnir til að taka á þessari ógn gegn Jerúsalem og Palestínu.“ 7. desember 2017 10:34