Borgin helga friði að fótakefli í áratugi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2017 06:00 "Jerúsalem er höfuðborg Palestínu,“ sagði á borða þessara Palestínumanna sem mótmæltu áformum Bandaríkjaforseta í gær. Þeir brenndu jafnframt ísraelska fánann og mynd af Trump forseta. vísir/afp Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Bandaríkjamenn ætla að færa sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Í flutningunum er fólgin viðurkenning á því að hin sögufræga borg sé höfuðborg Ísraelsríkis. Um þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær. Með þessu skrefi yrðu Bandaríkin eina ríkið með sendiráð í Jerúsalem. Eins og stendur eru hins vegar 86 sendiráð í Tel Avív. Leiðtogar múslimaríkja og Vesturlanda vöruðu í gær við skrefinu. Sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, til dæmis að hann hefði áhyggjur af ákvörðun Trumps. Það er ekki að ástæðulausu sem Jerúsalem er almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraelsríkis. Borgin, sem hefur að geyma nokkra af helgustu stöðum kristni, íslams og gyðingdóms, hefur verið ásteytingarsteinn í átökum Ísraela og Palestínumanna í áratugi. Þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1947 að skipta landsvæðinu á milli Araba og Ísraela var fyrirhugað að Jerúsalem yrði utan þess samkomulags. Hún yrði alþjóðleg borg. Þegar átökunum sem fylgdu í kjölfarið lauk árið 1949 voru Ísraelar hins vegar búnir að taka vesturhluta borgarinnar og Jórdanir stýrðu austurhlutanum. Þannig var staðan í átján ár allt þar til Ísraelar tóku Austur-Jerúsalem í sex daga stríðinu árið 1967. Allar götur síðan hafa Ísraelar stýrt borginni í heild þótt Palestínumenn sjálfir, sem og stærstur hluti alþjóðasamfélagsins, líti á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu. Ýmislegt hefur þó gerst undanfarin fimmtíu ár þótt Ísraelar hafi ekki misst tökin á Jerúsalem. Árið 1980 samþykkti ísraelska þingið frumvarp um að Jerúsalem yrði formlega höfuðborg ríkisins. Í kjölfarið færðu þau fáu ríki sem þar höfðu sendiráð aðstöðu sína til Tel Avív í mótmælaskyni. Kostaríka og El Salvador voru síðustu ríkin til þess árið 2006. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Sú lausn gengur út á að báðar þjóðir fái sjálfstætt ríki og viðurkenni tilvist hvort annars. Nákvæmlega hvar þau landamæri muni liggja er deiluefni. Manuel Hassassian, ræðismaður Palestínumanna á Bretlandi, sagði við BBC að ákvörðun Bandaríkjaforseta væri dauðadómur yfir tveggja ríkja lausninni. Trump forseti lofaði í kosningabaráttu sinni að færa sendiráðið til Jerúsalem og segir ríkisstjórnin að með þessu skrefi sé einfaldlega verið að horfast í augu við raunveruleikann. Ákvörðunin muni á engan hátt skipta sköpum fyrir friðarviðræður. En Trump er langt frá því að vera fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vill flytja sendiráðið til Jerúsalem. Árið 1995 samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem skuldbatt Bandaríkin til þess að flytja sendiráðið. Það var hins vegar aldrei gert og beittu þeir forsetar sem verið hafa við völd síðan, Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama, valdi sínu á hálfs árs fresti til þess að koma í veg fyrir flutningana.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira