Bruni á uppskeru í nærliggjandi sveitum, útblástur farartækja, losun frá iðnaði og ryk frá framkvæmdum legst á eitt um að mynda mengunarský yfir borginni, sérstaklega þegar kólnar í veðri á veturna.
Reuters-fréttastofan segir að starfshópur á vegum Narendra Modi, forsætisráðherra, vinni nú að aðgerðum til að draga úr menguninni fyrir næsta vetur. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur boðið út tæknibúnað til að hreinsa útblástur frá tveimur kolaorkuverum nærri Nýju-Delí.

„Stærsta hindrunin í vegi þess að hreinsa loftið á Indlandi er skortur á pólitískum vilja,“ segir Dahiya.
Styrkur fíns svifryks í Nýju-Delí var rúmlega fjórum sinnum hærri en heilbrigt er talið. Þegar Sri Lanka og Indland öttu kappi í krikket í gær ældu tveir leikmenn á vellinum. Leikmenn Sri Lanka voru með andlitsmaska í leiknum. Liðið hefur kvartað til Alþjóðakrikketráðsins. Leikmenn liðsins seldu einnig upp þegar liðin kepptu um helgina.