Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson gæti spilað á sínu fyrsta stórmóti á næsta ári auk þess að ganga í raðir Kiel. vísir/ „Þetta er búið að vera alveg fáránlega langt ferli,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta, sem er búinn að semja við þýska stórliðið Kiel til þriggja eins og kom fram fyrr í dag. Hann gengur í raðir Kiel næsta sumar. Vísir náði í skottið á Gísla þegar að hann var að koma úr stjörnufræðiprófi sem hann gat eflaust lítið einbeitt sér í enda Kiel að tilkynna þessa stórtíðindi á sama tíma. Kiel er sigursælasta félag Þýskalands en þjálfari þessi er Alfreð Gíslason sem margir telja einn besta þjálfara heims. Gísli tekur undir þau orð og getur ekki beðið eftir því að spila undir stjórn hans.Gísli Þorgeir hefur farið á kostum með FH.vísir/eyþórVarð smá hræddur „Ég var svo fáránlega ánægður þegar að Kiel hringdi og ég vissi að þetta lið, sem ég hef alltaf litið svo rosalega til, vildi fá mig. Ég ber svo fáránlega virðingu fyrir Alfreð Gíslasyni sem mér finnst vera besti þjálfari í heimi. Það var bara óraunverulegt að tala við hann um að ég gæti farið til Kiel. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu,“ segir Gísli sem hefur þurft að halda þessu leyndu ansi lengi. „Þetta ferli hefur verið fáránlega þögult,“ segir hann, en Gísli hefði líklega skrifað undir síðasta sumar hefði hann ekki olnbogabrotnað. „Maður hefur bara þurft að halda kjafti sem er búið að vera erfitt. En það er bara fáránlega gaman að þetta sé að klárast núna.“ Gísli viðurkennir að hann óttaðist aðeins að Kiel væri úr myndinni þegar að hann meiddist illa í sumar og missti af unglingalandsliðsverkefnum. „Auðvitað var maður smá hræddur um að ferlið myndi stoppa en það gerðist ekki. Ég vissi alltaf að ef hlutirnir myndu ganga eins og í fyrra þegar að ég kæmi til baka var ég alltaf að fara út,“ segir Gísli. Aron Pálmarsson fór einnig ungur út frá FH til Kiel og var undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem gerði hann að einum besta leikmanni heims, ef ekki hreinlega þeim besta. Gísli fær ekki svo langan tíma með Alfreð því hann hættir eftir næstu leiktíð.Gísli brosmildur í Kiel.mynd/kielEkki bara dans á rósum „Maður hugsaði auðvitað aðeins til þess að Alfreð er að hætta en samt var engin spurning í mínum huga um að semja við Kiel. Aron fékk sex ár þannig að þetta eina ár verður bara enn mikilvægara fyrir mig. Ég þarf að nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að læra af Alfreð. Það verður nú samt varla einhver vitleysingur sem tekur við af honum,“ segir Gísli sem talaði eðlilega við Aron Pálmarsson áður en hann tók þessa ákvörðun. „Ég heyrði aðeins í honum með þetta allt saman og hann kom með nokkra góða punkta. Aron sagði mér við hverju mætti búast og svoleiðis,“ segir Gísli sem veit að hann er að fara í töluvert erfiðara umhverfi. „Lífið er ekki alltaf dans á rósum þarna úti. Þá er gott að hafa fengið Seinni bylgjuna [Handboltaþátt Stöð 2 Sport, innsk. blm] til dæmis inn í handboltann hér heima þar sem maður fær smá gagnrýni. Maður fær endalausa gagnrýni í atvinnumennskunni ef maður er ekki að standa sig þannig svona þáttur og umfjöllun hjálpar manni að þróast sem leikmaður,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg fáránlega langt ferli,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH í Olís-deild karla í handbolta, sem er búinn að semja við þýska stórliðið Kiel til þriggja eins og kom fram fyrr í dag. Hann gengur í raðir Kiel næsta sumar. Vísir náði í skottið á Gísla þegar að hann var að koma úr stjörnufræðiprófi sem hann gat eflaust lítið einbeitt sér í enda Kiel að tilkynna þessa stórtíðindi á sama tíma. Kiel er sigursælasta félag Þýskalands en þjálfari þessi er Alfreð Gíslason sem margir telja einn besta þjálfara heims. Gísli tekur undir þau orð og getur ekki beðið eftir því að spila undir stjórn hans.Gísli Þorgeir hefur farið á kostum með FH.vísir/eyþórVarð smá hræddur „Ég var svo fáránlega ánægður þegar að Kiel hringdi og ég vissi að þetta lið, sem ég hef alltaf litið svo rosalega til, vildi fá mig. Ég ber svo fáránlega virðingu fyrir Alfreð Gíslasyni sem mér finnst vera besti þjálfari í heimi. Það var bara óraunverulegt að tala við hann um að ég gæti farið til Kiel. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu,“ segir Gísli sem hefur þurft að halda þessu leyndu ansi lengi. „Þetta ferli hefur verið fáránlega þögult,“ segir hann, en Gísli hefði líklega skrifað undir síðasta sumar hefði hann ekki olnbogabrotnað. „Maður hefur bara þurft að halda kjafti sem er búið að vera erfitt. En það er bara fáránlega gaman að þetta sé að klárast núna.“ Gísli viðurkennir að hann óttaðist aðeins að Kiel væri úr myndinni þegar að hann meiddist illa í sumar og missti af unglingalandsliðsverkefnum. „Auðvitað var maður smá hræddur um að ferlið myndi stoppa en það gerðist ekki. Ég vissi alltaf að ef hlutirnir myndu ganga eins og í fyrra þegar að ég kæmi til baka var ég alltaf að fara út,“ segir Gísli. Aron Pálmarsson fór einnig ungur út frá FH til Kiel og var undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem gerði hann að einum besta leikmanni heims, ef ekki hreinlega þeim besta. Gísli fær ekki svo langan tíma með Alfreð því hann hættir eftir næstu leiktíð.Gísli brosmildur í Kiel.mynd/kielEkki bara dans á rósum „Maður hugsaði auðvitað aðeins til þess að Alfreð er að hætta en samt var engin spurning í mínum huga um að semja við Kiel. Aron fékk sex ár þannig að þetta eina ár verður bara enn mikilvægara fyrir mig. Ég þarf að nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að læra af Alfreð. Það verður nú samt varla einhver vitleysingur sem tekur við af honum,“ segir Gísli sem talaði eðlilega við Aron Pálmarsson áður en hann tók þessa ákvörðun. „Ég heyrði aðeins í honum með þetta allt saman og hann kom með nokkra góða punkta. Aron sagði mér við hverju mætti búast og svoleiðis,“ segir Gísli sem veit að hann er að fara í töluvert erfiðara umhverfi. „Lífið er ekki alltaf dans á rósum þarna úti. Þá er gott að hafa fengið Seinni bylgjuna [Handboltaþátt Stöð 2 Sport, innsk. blm] til dæmis inn í handboltann hér heima þar sem maður fær smá gagnrýni. Maður fær endalausa gagnrýni í atvinnumennskunni ef maður er ekki að standa sig þannig svona þáttur og umfjöllun hjálpar manni að þróast sem leikmaður,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32
Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni