Ekki hægt að útiloka þjóðarmorð í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Barn í Thyangkhali-flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Nordicphotos/AFP Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að aðgerðir stjórnvalda og hersins í Mjanmar gegn þjóðflokki Róhingja í Rakhine-héraði flokkist sem þjóðarmorð. Þetta staðhæfði Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi Mannréttindaráðs SÞ í Genf í gær. Til þessa hefur einungis verið talað um þjóðernishreinsanir. Rúmlega 600 þúsund Róhingjar hafa flúið frá Rakhine til Bangladess frá því í ágúst þegar herinn hóf aðgerðir sínar gegn þeim. Herinn hefur hins vegar hafnað því að um þjóðernishreinsanir sé að ræða sem og því að ráðist sé á almenna borgara. Einblínt sé á skæruliða. Stjórnvöld í Mjanmar og Bangladess komust í síðasta mánuði að samkomulagi um að hundruð þúsunda flóttamanna skyldu send til baka til Mjanmar. Hefur þetta samkomulag verið gagnrýnt harðlega. Zeid Ra'ad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ.Nordicphotos/AFP Zeid sagði á fundi gærdagsins að ekki ætti að senda Róhingja heim aftur nema viðvera mannréttindaeftirlitsmanna væri tryggð í héraðinu. Taldi hann upp ýmis brot sem herinn er sakaður um. Meðal annars um að skjóta, stinga og berja almenna borgara til bana. Þá var herinn sakaður um að varpa handsprengjum á almenna borgara og brenna hús með fjölskyldum innandyra. „Í ljósi þess að Róhingjar líta á sjálfa sig sem sjálfstæðan þjóðflokk með eigin tungu og menningu, og í ljósi þess að gerandinn í málinu telur Róhingja tilheyra öðrum þjóðflokki, þjóð, kynþætti eða trú, er rétt að spyrja hvort nokkur geti útilokað að um þjóðarmorð sé að ræða,“ sagði Zeid. Dómstólar myndu skera úr um hvort um þjóðarmorð væri að ræða. Htin Lynn, fulltrúi Mjanmar í ráðinu, neitaði því að fyrrnefnd brot hefðu átt sér stað. Sagði hann jafnframt að yfirvöld í Mjanmar og Bangladess væru að vinna saman að fyrrnefndri heimkomu flóttamannanna. Ekki yrðu settar upp sérstakar búðir í Mjanmar og Sameinuðu þjóðirnar fengju að koma að heimkomunni. Lynn vildi þó ekki samþykkja að tryggja óhindraðan aðgang rannsakenda og eftirlitsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Segir framgönguna skólabókardæmi um þjóðernishreinsun Yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar gegn Rohingya-múslimum "skólabókardæmi um þjóðernishreinsun.“ 11. september 2017 08:38