Allsber með bikarinn upp á sviði og útkoman var bönnuð börnum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 23:00 Aleksander Melgalvis. Vísir/Getty Aleksander Melgalvis, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Lilleström í norska fótboltanum, fagnaði titlinum með stuðningsmönnum á afar sérstakan hátt á sigurhátíð félagsins um helgina. Lilleström vann 3-2 sigur á Sarpsborg 08 í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins. Framkoma Aleksanders á sviðinu hefur kallað á mikla gagnrýni í Noregi enda fagnaðalætin hans ósæmileg í augum margra. Aleksander Melgalvis afklæddist nefnilega á sviðinu en notaði bikarinn til að fela allra viðkvæmasta svæðið. Mörgum finnst leikmaðurinn hafa sýnt mikla óvirðingu með framkomu sinni. Það má sjá nektardansinn hans með því að smella hér eða hér fyrir neðan.NFF reagerer på Melgalvis' kongepokal-feiring: – Viser lite respekt https://t.co/sQ5L6re1V8 — VG (@vgnett) December 4, 2017 Melgalvis sagðist sjálfur að hann hafi ekki verið búinn að skipuleggja neitt fyrirfram en þörfin fyrir að bjóða upp á þennan nektardans hafi allt í einu komið yfir hann upp á sviðinu. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa það að vinna bikarinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik,“ sagði hinn 28 ára gamli Melgalvis. Norski bikarinn er svokallaður konunugsbikar en hann fékk ekki meðferð í takt við það hjá kappanum. „Ég skil alveg að sumir hafi ekki verið hrifnir. Ætti að ég að biðja kónginn afsökunnar. Ég fékk þann heiður að segja halló við hann í gær en kannski fer ég og bið hann afsökunar í dag,“ sagði Melgalvis. Melgalvis viðurkenndi það samt í viðtali við Verdens Gang að hann væri samt guðs lifandi feginn að amma hans væri hvorki með internet eða virk á samfélagsmiðlum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Aleksander Melgalvis, leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Lilleström í norska fótboltanum, fagnaði titlinum með stuðningsmönnum á afar sérstakan hátt á sigurhátíð félagsins um helgina. Lilleström vann 3-2 sigur á Sarpsborg 08 í bikarúrslitaleiknum eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tólf mínútum leiksins. Framkoma Aleksanders á sviðinu hefur kallað á mikla gagnrýni í Noregi enda fagnaðalætin hans ósæmileg í augum margra. Aleksander Melgalvis afklæddist nefnilega á sviðinu en notaði bikarinn til að fela allra viðkvæmasta svæðið. Mörgum finnst leikmaðurinn hafa sýnt mikla óvirðingu með framkomu sinni. Það má sjá nektardansinn hans með því að smella hér eða hér fyrir neðan.NFF reagerer på Melgalvis' kongepokal-feiring: – Viser lite respekt https://t.co/sQ5L6re1V8 — VG (@vgnett) December 4, 2017 Melgalvis sagðist sjálfur að hann hafi ekki verið búinn að skipuleggja neitt fyrirfram en þörfin fyrir að bjóða upp á þennan nektardans hafi allt í einu komið yfir hann upp á sviðinu. „Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa það að vinna bikarinn. Ég var búinn að bíða lengi eftir því að spila bikarúrslitaleik,“ sagði hinn 28 ára gamli Melgalvis. Norski bikarinn er svokallaður konunugsbikar en hann fékk ekki meðferð í takt við það hjá kappanum. „Ég skil alveg að sumir hafi ekki verið hrifnir. Ætti að ég að biðja kónginn afsökunnar. Ég fékk þann heiður að segja halló við hann í gær en kannski fer ég og bið hann afsökunar í dag,“ sagði Melgalvis. Melgalvis viðurkenndi það samt í viðtali við Verdens Gang að hann væri samt guðs lifandi feginn að amma hans væri hvorki með internet eða virk á samfélagsmiðlum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira