Conor vann mig þegar við vorum krakkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. desember 2017 17:00 Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þessir frábæru bardagakappar börðust síðast. Það væru eflaust margir til þess að sjá þá berjast í dag. vísir/getty Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017 MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Fjaðurvigtarmeistarinn magnaði Max Holloway virðist vera meira en tilbúinn að mæta fyrrum fjaðurvigtarmeistaranum, Conor McGregor. Þeir mættust í búrinu árið 2013 og þá hafði Conor betur. Allir þekkja hvað gerðist síðan hjá Conor en uppgangur Holloway hefur einnig verið magnaður. Hann hefur ekki tapað síðan gegn Conor og er búinn að vinna tólf bardaga í röð. Þar af tvo í röð gegn Jose Aldo sem var ósigraður í 10 ár áður en Conor rotaði hann með stæl. Eftir að Holloway hafði klárað Aldo setti Conor mynd af Holloway með glóðaraugu á samfélagsmiðla þar sem hann sagðist sakna þessara gleraugna. Holloway svaraði með því að Conor væri tveggja ára gamlar fréttir. „Þegar hrekkjusvínið togar í hárið á þér þá lemurðu hann í andlitið. Þetta var fyndið og Conor er fyndinn gaur. Ég hló en það er ljóst að hann er að hugsa um mig,“ sagði Holloway. „Ég er meistarinn og hef komið stöðugleika á þennan þyngdarflokk. Ég hugsa um flokkinn og reyni að bera virðingu fyrir öðrum. Það tók mig tíu bardaga að fá að keppa um bráðabirgðatitil og ellefu til þess að vinna alvöru beltið.“ Holloway gefur lítið fyrir tapið gegn Conor á sínum tíma. „Hann vann mig þegar við vorum krakkar að keppa á Fight Night. Við fengum lítið borgað og hann virðist vera ánægður að halda þessum sigri á lofti. Þannig er hann bara. UFC hefur samt beðið mig um að mæta Conor í hans þyngdarflokki en ég veit ekkert hvað hann vill gera.“Miss the sunglasses? I bet you also miss 2015 brother. Retired fighters love the past. pic.twitter.com/UWGnJG2KEe — Max Holloway (@BlessedMMA) December 3, 2017
MMA Tengdar fréttir Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00