BL innkallar Nissan Navara og kaupir upp Pathfinder Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 09:00 Þessi Nissan Navara varð á vegi ljósmyndara í vesturbæ Reykjavíkur. Dæmi eru um að Navara-bílar af tilteknum árgerðum hafi brotnað í tvennt vegna tæringar í grind. Vísir Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur. Bílar Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Bílaumborðið BL hefur tilkynnt um innköllun á eldri gerðum af Nissan Navara vegna möguleika á óeðilegri tæringu í grind bílanna. Sömu árgerðir af Nissan Pathfinder hafa einnig verið keyptar upp en ekki hefur verið tekin ákvörðun um innköllun þeirra. Nissan býðst til að kaupa upp bíla af báðum tegundum. Greint var frá innkölluninni á vefsíðu Neytendastofu í gær. Um er að ræða 517 bifreiðar af tegundinni Navara D40 árgerð 2005-2012. Innköllunin er sögð felast í því að grind bifreiðanna sé skoðuð og mæld til að kanna hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla, vegna gruns um óeðlilega tæringu í grindinni. „Þær bifreiðar sem þegar hafa verið skoðaðar verða aftur kallaðar inn til skoðunar þar sem þessi skoðun verður ítarlegri en áður. Ef grindin er í lagi þá verður grindin varin með þar til gerðum efnum til að verja grindina fyrir skemmdum,“ segir í tilkynningunni. BL muni hafa samband við eigendur vegna þessara innköllunar. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að Nissan bjóði eigendum Navara D40 og Pathfinder R51-bíla af þessum árgerðum að kaupa þá af þeim, að því gefnu að þeir séu yngri en tólf ára, jafnvel þótt þeir hafi ekki uppfyllt skilmála um reglulegt viðhald sem komi fram í eigendahandbók bílanna. Neytendastofa hefur haft mál sem tengjast bæði Navara-bílunum og Pathfinder til skoðunar frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Vísis.Segjast ekki hafa heimild til einhliða innköllunar Tæringarinnar í grindum þessara bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og Skandinavíu. Gallinn lýsir sér þannig að hlutar í þeim tærast og veikjast. Þær geta veikst svo mikið að þær standast ekki lengur öryggisviðmið. Í tilfelli Navara-jeppanna hefur tæringin í sumum tilfellum valdið því að þeir brotni í tvennt. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir að BL hafi nú keypt upp 97 Navara-bíla í samráði við Nissan. Umboðið hafi einnig keypt upp 68 bíla af tegundinni Pathfinder R51 af sömu árgerðum en samskonar tæringar hefur orðið vart í þeim. Vísir spurði BL hvers vegna umboðið hefði ekki ákveðið að innkalla Pathfinder-bílana. Í skriflegu svari kemur fram að umboðið hafi ekki heimild til að hefja einhliða innköllun. Nissan fari eftir lögum og reglum varðandi innkallanir bíla og þessi styrkleikamissir í grind falli ekki undir þær. „Hins vegar höfum við upplýst öll þjónustuverkstæði okkar um að skoða skuli grindur bílanna sérstaklega. Við bendum einnig á að Nissan hefur skoðað vel öll þessi tilfelli og engin slys hafa orðið sem rekja má til styrkleikamissis í grind,“ segir í svarinu. Í svari BL kemur ennfremur fram að nýjasta kynslóð Nissan Navara eigi enga sameiginlega íhluti með eldri kynslóðum. Meðal annars sé framleiðandi burðargrindarinnar annar en auk þess sé hönnun grindarinnar og efnissamsetning stálsins önnur.
Bílar Neytendur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira