Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 15:48 Félagið segir það vekja athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. Vísir/Ernir Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála og sakar Alþingi um brot á jafnréttislögum. Sérstaklega er vísað til skipanar í fjárlaganefnd Alþingis en í síðustu viku tóku átta karlar þar sæti og ein kona. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé skýrt brot á 15. grein jafnréttislaga. Þar sé kveðið á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent af hvoru kyni. Í fjárlaganefnd eru hlutföllin 89 prósent gegn ellefu. „Kvenréttindafélag Íslands hefur margoft skorað á og hvatt Alþingi og stjórnvöld að gæta að kynjahlutföllum við skipan ríkisstjórnar og við skipan í nefndir og ráð, nánar tiltekið fjórum sinnum á síðastliðnu ári, síðast 14. nóvember síðastliðinn. Að mati Kvenréttindafélagsins hefur Alþingi nú sýnt í verki að jafnréttislög eru hreinlega virt að vettugi við skipan í nefndir og því taldi félagið ljóst að leita þyrfti annarra leiða en að senda út ályktanir og áskoranir,“ segir í tilkynningunni. Enn fremur segir félagið að þegar horft sé til annarra nefnda þingsins komi í ljós að fimm af átta séu ekki í samræmi við jafnréttislög og halli á konur í öllum nefndum nema einni. Þá veki athygli að konur skipi 36 prósent af nefndarsætum en séu 38 prósent af þingmönnum. „Kvenréttindafélag Íslands leggur fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna skipunar í þá nefnd sem kynjahlutföllin eru verst, fjárlaganefnd, og telur félagið að þetta sé í fyrsta sinn sem það er gert. Það er með engu ásættanlegt að löggjafinn fylgi ekki lögum. Við sættum okkur ekki lengur við það að konur eigi ekki sæti við borðið. Kynjajafnrétti og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er grundvöllur lýðræðisins, sem og hagsældar og velferðar okkar allra.“Lesa má kæruna hér.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira