43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 17. desember 2017 22:32 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Vísir/Getty Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum. Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum.
Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59
Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00