Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Afnáminu var mótmælt við höfuðstöðvar FCC. Nordicphotos/AFP Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira