Deilt um bætur eftir að kýr varð fyrir bíl í Kjós Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Guðveigur Ómarsson mætti ásamt ömmu sinni, Guðlaugu Guðveigsdóttur, til skýrslutöku á lögreglustöðina í Grafarholti í dag. vísir/Ernir „Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
„Hver sem er hefði getað lent í þessu. Það var myrkur og kýrin svört. Þetta var eins og að keyra á vegg,“ segir Guðveigur Steinar Ómarsson sem ók á kú á Kjósarskarðsvegi í byrjun október. Hann missti meðvitund við áreksturinn, bíllinn er ónýtur og skepnan drapst. „Ég skil ekki hvernig það getur verið að ég eigi að sitja uppi með tjónið. Ég hélt að skepnur ættu ekki að vera að þvælast úti á vegi,“ segir Guðveigur. Sjóvá, tryggingarfélag bóndans sem átti kúna, krefst þess að tryggingarfélag Guðveigs, VÍS, bæti honum skepnuna. VÍS hafnar þeirri kröfu. „Mér finnst óréttlátt ef tryggingarnar og bóndinn ætla að koma allri ábyrgð á dýrinu yfir á dótturson minn. Ég ætla ekki að kyngja því,“ segir Guðlaug Guðveigsdóttir, amma ökumannsins.Bíllinn er ónýtur eftir að honum var ekið á kúna.Mynd/GuðveigurGuðlaug segist vera bæði sár og reið. „Sjóvá telur bóndann ekki bera neina ábyrgð á þessu. Að hann hafi ekki sýnt gáleysi og að drengurinn beri ábyrgð á dýrinu. Ég skil ekki þessi lögmál. Einhvern veginn komst kvígan upp á veginn.“ Guðlaug segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir drenginn en sjálfur segist hann allur vera að koma til, andlega og líkamlega, þótt óvissan um bótaskylduna hvíli á honum. Gunnar Atlason, sérfræðingur hjá VÍS, segir mál sem þessi geta verið margslungin. „Vandamálið við þetta hvað tryggingar varðar er að eigendur stórgripa þurfa að verða uppvísir að stórkostlegu gáleysi. Til dæmis með því að skilja hlið eftir opið. Sönnunarbyrðin hvílir hins vegar á ökumanninum. Óháð eðli mála þarf enginn að sanna sakleysi sitt í réttarríki.“ Gunnar segir tryggingarfélög leggja frumskýrslu lögreglu til grundvallar bótaskyldu en málin geti tekið aðra stefnu komi viðbótargögn fram síðar. Og þar stendur hnífurinn í kúnni núna, ef svo má að orði komast, en rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Grafarholti er með slysið í skoðun. Þangað fór Guðveigur, ásamt ömmu sinni, til skýrslutöku í gær. „Ég átti gott spjall við rannsóknarlögreglukonuna sem er með málið og þetta er ekki búið. Þetta verður rannsakað. Það er alveg á hreinu,“ segir Guðlaug sem ætlar með málið alla leið, eins og hún orðar það.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira