Útgjöld ríkisins aukast um tvö prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Bjarni Benediktsson greindi frá því í gær að ríkisstjórnin myndi leggja fram nýja fjármálaáætlun. Í henni er gert ráð fyrir að afkoman fyrir ríkissjóð verði ekki lægri en 1,2 prósent af landsframleiðslu. vísir/Ernir Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs árið 2018 eru áætluð um 805 milljarðar króna í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á blaðamannafundi í gær. Það eru fimmtán milljarðar umfram það sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafði ráðgert. Áætlað er að afgangur af fjárlögunum verði 35 milljarðar en áður hafði verið gert ráð fyrir 44 milljarða afgangi. Stærsti hluti útgjalda ríkissjóðs fer til félags-, húsnæðis- og tryggingamála annars vegar og heilbrigðismála hins vegar. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð 209 milljarðar króna og útgjöld til félags, húsnæðis- og tryggingarmála eru áætluð 211 milljarðar. Samtals nema þessi útgjöld meira en helmingi af heildarútgjöldum ríkissjóðs.Ágúst Ólafur Ágústsson„Það er verulegar viðbætur í heilbrigðismál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Hann sagði að fé væri lagt í umtalsverðar umbætur í heilsugæslu sem hann segir að verið sé að styrkja verulega þessi árin. „Það er töluvert mikið inn í rekstur Landspítalans og annarra sjúkrastofnana víðsvegar um landið sem nemur 8,5 milljörðum þegar saman er tekið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Samkvæmt nýja frumvarpinu eru útgjöld til mennta- og menningarmála áætluð 99 milljarðar eða um 12% af heildarútgjöldum ríkisins. Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýna frumvarpið. „Þetta er ekki skynsamlegasta blandan að auka útgjöld og lækka skatta á sama tíma. Ég myndi að minnsta kosti ekki panta mér þennan kokteil á bar. Hann gæti orðið bitur og súr,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir nýja frumvarpið vera svik við kjósendur. „Það er alveg ljóst að Vinstri græn hafa selt sig afskaplega ódýrt til að fá þrjá ráðherrastóla. Það er engin innspýting í innviði eins og Vinstri grænir lofuðu,“ segir hann. „Þetta er 98 prósent eins og fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu harðlega,“ segir Ágúst og bætir við að tekjuöflunin sé veik. „Það eru engar tekjur af erlendum ferðamönnum, sjávarútvegurinn er áfram stikkfrí, það er ekki talað um auðlegðarskatt eins og Vinstri græn lögðu áherslu á. Auknar arðgreiðslur úr bönkunum sjást hvergi. Þannig að það er ekki bara að velferðarmálin og menntamálin fá lítið heldur eru tekjuleiðirnar ekki nýttar eins og ætti að gera á hátindi uppsveiflunnar. Þannig að þetta fjárlagafrumvarp er bara ein stór svik við kjósendur og fær algjöra falleinkunn.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira