Forseti Íslands um MeToo-byltinguna: „Hingað og ekki lengra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 14:43 Guðni Th. Jóhannesson er forseti Íslands. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði MeToo-byltinguna að viðfangsefni sínu í ávarpi sínu er Alþingi var sett fyrr í dag. Hann segir skilaboð kvenna um víðan heim skýr. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin. „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum. Hingað og ekki lengra heyrist um heim allan,“ sagði Guðni Th. og vísaði þar til frásagna kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni, þar á meðal hér á landi. Stjórnmálakonur, fjölmiðlakonur, tónlistarkonur og konur í fleiri stéttum hafa stigið fram og greint frá ofbeldi og áreitni undir merkjum MeToo. „Boðskaðurinn er einfaldur og skýr, hingað og ekki lengra. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn, við verðum að hlusta og gera betur, við sem búum saman í þessu samfélagi,“ sagði Guðni. Sendi hann öllum þeim sem telja frásagnir kvennanna léttvægar og skipta litlu máli skýr skilaboð með hjálp Elísabetar Jökulsdóttur skáldkonu en vitnaði hann í ljóð hennar.„Það eru allskonar venjulegir menn jafnvel vinir mínir að kvarta undan þessari metoo bylgju sem er í gangi,þeir segja „ekkert má maður“ og „hvað má eiginlega“ og ekkert mámaður lengur.Við þá vil ég segja, það má ekkert, maður biðurum leyfi fyrir öllu;Má ég sýna þér hvað ég var að skrifa.má ég fá tannkremið, má ég fá mjólkina,má ég knúsa þig, má ég fá lánaða húfuna þína..“ Sagði Guðni að augljóst væri að nei þýddi nei og það bæri að virða. Þetta hlytu allir að gera verið sammála um, þvert á flokka. „Málstaðurinn er það sterkur, þörfin það brýn. Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi, víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi, samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti.“ Alþingi Forseti Íslands MeToo Tengdar fréttir Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08 Fyrrverandi forstjóri Tals rýfur þögnina: „Skíthrædd um sjálfa mig og ófætt barnið“ Ragnhildur Ágústsdóttir rýfur þögnina eftir að hún var neydd til þess að skrifa undir uppsögn sína af stjórn fjarskiptafélagsins Tal. Á sama tíma og Ragnhildur skrifaði undir hélt nýr forstjóri starfsmannafund þar sem hann greindi frá því að hún hefði látið af störfum. 13. desember 2017 12:22 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði MeToo-byltinguna að viðfangsefni sínu í ávarpi sínu er Alþingi var sett fyrr í dag. Hann segir skilaboð kvenna um víðan heim skýr. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin. „Nú á dögum standa vonir til að við séum á tímamótum. Hingað og ekki lengra heyrist um heim allan,“ sagði Guðni Th. og vísaði þar til frásagna kvenna sem stigið hafa fram og sagt frá kynferðislegu ofbeldi og áreitni, þar á meðal hér á landi. Stjórnmálakonur, fjölmiðlakonur, tónlistarkonur og konur í fleiri stéttum hafa stigið fram og greint frá ofbeldi og áreitni undir merkjum MeToo. „Boðskaðurinn er einfaldur og skýr, hingað og ekki lengra. Yfirgangur verður ekki lengur liðinn, við verðum að hlusta og gera betur, við sem búum saman í þessu samfélagi,“ sagði Guðni. Sendi hann öllum þeim sem telja frásagnir kvennanna léttvægar og skipta litlu máli skýr skilaboð með hjálp Elísabetar Jökulsdóttur skáldkonu en vitnaði hann í ljóð hennar.„Það eru allskonar venjulegir menn jafnvel vinir mínir að kvarta undan þessari metoo bylgju sem er í gangi,þeir segja „ekkert má maður“ og „hvað má eiginlega“ og ekkert mámaður lengur.Við þá vil ég segja, það má ekkert, maður biðurum leyfi fyrir öllu;Má ég sýna þér hvað ég var að skrifa.má ég fá tannkremið, má ég fá mjólkina,má ég knúsa þig, má ég fá lánaða húfuna þína..“ Sagði Guðni að augljóst væri að nei þýddi nei og það bæri að virða. Þetta hlytu allir að gera verið sammála um, þvert á flokka. „Málstaðurinn er það sterkur, þörfin það brýn. Þrátt fyrir allt okkar ósætti, allar okkar ólíku hugsjónir skulum við standa saman um grundvöll okkar samfélags. Réttarríki og mannréttindi, víðsýni, umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi, samkennd og samúð, jafnrétti, velferð og vernd allra gegn hvers kyns ofríki og aðkasti.“
Alþingi Forseti Íslands MeToo Tengdar fréttir Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08 Fyrrverandi forstjóri Tals rýfur þögnina: „Skíthrædd um sjálfa mig og ófætt barnið“ Ragnhildur Ágústsdóttir rýfur þögnina eftir að hún var neydd til þess að skrifa undir uppsögn sína af stjórn fjarskiptafélagsins Tal. Á sama tíma og Ragnhildur skrifaði undir hélt nýr forstjóri starfsmannafund þar sem hann greindi frá því að hún hefði látið af störfum. 13. desember 2017 12:22 Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41 Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15 Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Verst ef karlar fara í vörn eða fórnarlambshlutverk Rúmlega þrjú þúsund íslenskar konur hafa á síðustu dögum stigið fram og krafist þess að kynbundin mismunun og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt. 12. desember 2017 21:08
Fyrrverandi forstjóri Tals rýfur þögnina: „Skíthrædd um sjálfa mig og ófætt barnið“ Ragnhildur Ágústsdóttir rýfur þögnina eftir að hún var neydd til þess að skrifa undir uppsögn sína af stjórn fjarskiptafélagsins Tal. Á sama tíma og Ragnhildur skrifaði undir hélt nýr forstjóri starfsmannafund þar sem hann greindi frá því að hún hefði látið af störfum. 13. desember 2017 12:22
Konur í tónlist rjúfa þögnina: Í stað launa fyrir verkefni með hljómsveit mátti hún sofa hjá meðlimi sveitarinnar 333 konur hafa skrifað undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. 7. desember 2017 15:41
Fjölmiðlakonur rjúfa þögnina: „Við þegjum ekki lengur“ Fjölmiðlakonur hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegri áreitni, óviðeigandi snertingum og óvelkomnum athugasemdum í starfi. Krefjast þær aðgerða. 11. desember 2017 14:15
Konur í læknastétt rjúfa þögnina: „Gerendur eru oftast karlkyns samstarfsmenn“ Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. 11. desember 2017 17:58