Óbreyttir stýrivextir Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 08:57 Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum er rökstuðningur fyrir ákvörðunni reifaður. Hann má sjá hér að neðan.Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var hagvöxtur 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er meiri vöxtur en fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Því eru horfur á að hagvöxtur verði meiri á árinu öllu en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Áfram hægir á vexti útflutnings en innlend eftirspurn eykst hraðar en spáð hafði verið. Skýrist það m.a. af meiri slaka í opinberum fjármálum á yfirstandandi ári en áður var talið.Verðbólga var 1,7% í nóvember og hefur hún verið á bilinu 1½-2% um nokkurt skeið. Áfram hefur dregið úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Að öðru óbreyttu stuðlar það að minni verðbólgu en á móti fjara áhrif hærra gengis krónunnar út.Sjá einnig: Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með „óheyrilega lága vexti“ Gjaldeyrismarkaðurinn hefur verið í góðu jafnvægi frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hefur gengi krónunnar lítið breyst. Verðbólguvæntingar eru áfram í samræmi við verðbólgumarkmiðið og raunvextir bankans hafa lítið breyst undanfarna mánuði.Horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð. Það kallar á peningalegt aðhald og meira en ella, slakni á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem gert var ráð fyrir í nóvember. Peningastefnan mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán: 6,00% 2. Lán gegn veði í verðbréfum: 5,00% 3. Innlán bundin í 7 daga: 4,25% 4. Viðskiptareikningar: 4,00% 5. Bindiskyldar innstæður: 4,00% Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá Seðlabankanum er rökstuðningur fyrir ákvörðunni reifaður. Hann má sjá hér að neðan.Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var hagvöxtur 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er meiri vöxtur en fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Því eru horfur á að hagvöxtur verði meiri á árinu öllu en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Áfram hægir á vexti útflutnings en innlend eftirspurn eykst hraðar en spáð hafði verið. Skýrist það m.a. af meiri slaka í opinberum fjármálum á yfirstandandi ári en áður var talið.Verðbólga var 1,7% í nóvember og hefur hún verið á bilinu 1½-2% um nokkurt skeið. Áfram hefur dregið úr verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Að öðru óbreyttu stuðlar það að minni verðbólgu en á móti fjara áhrif hærra gengis krónunnar út.Sjá einnig: Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með „óheyrilega lága vexti“ Gjaldeyrismarkaðurinn hefur verið í góðu jafnvægi frá síðasta fundi peningastefnunefndar og hefur gengi krónunnar lítið breyst. Verðbólguvæntingar eru áfram í samræmi við verðbólgumarkmiðið og raunvextir bankans hafa lítið breyst undanfarna mánuði.Horfur eru á að spenna í þjóðarbúskapnum verði áfram umtalsverð. Það kallar á peningalegt aðhald og meira en ella, slakni á aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári miðað við það sem gert var ráð fyrir í nóvember. Peningastefnan mun á komandi misserum ráðast af framvindu efnahagsmála, þ.m.t. stefnunni í opinberum fjármálum og niðurstöðu kjarasamninga.Vextir verða því sem hér segir: 1. Daglán: 6,00% 2. Lán gegn veði í verðbréfum: 5,00% 3. Innlán bundin í 7 daga: 4,25% 4. Viðskiptareikningar: 4,00% 5. Bindiskyldar innstæður: 4,00%
Efnahagsmál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Seðlabankastjóri: Búum við þá blessun að vera ekki með "óheyrilega lága vexti“ Raunhæft er að langtímavextir lækki enn frekar, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslendingar búi samt sem betur fer við þá "blessun“ að vera ekki með jafn lága vexti og í viðskiptalöndum okkar. Svigrúm til að lækka eigið fé bankanna minna en af er látið. 13. desember 2017 07:00