Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:22 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. visir/stefán „Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan. Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
„Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira