Fær tjónið ekki bætt eftir skammtímaútleigu: „Íbúðin í rúst og mannaskítur upp á veggjum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2017 13:45 Eigendurnir íbúðarinnar segja að tjónið sé líklega meira en milljón en þau fá það ekki bætt. Vísir Íslensk stúlka skilaði íbúð af sér í hræðilegu ástandi eftir fimm daga skammtímaleigu í Reykjavík. Konan sem leigði henni íbúðina segir að að minnsta kosti sex manns hafi verið í íbúðinni þessa daga og telur tjónið vegna útleigunnar vera í kringum eina milljón króna. Tryggingarfélag konunnar neitar að borga fyrir tjónið. Það tók marga daga að þrífa íbúðina áður en hægt var að hleypa næstu leigjendum inn. „Þetta voru allt góðkunningjar lögreglunnar, miklir fíklar og dópistar,“ segir konan sem vill ekki láta nafn síns getið af ótta við það hvernig einstaklingarnir sem um ræðir gætu brugðist við. Þessar upplýsingar um fólkið í íbúðinni hefur hún frá lögreglunni sem mætti á staðinn eftir að eigendurnir uppgötvuðu skemmdirnar. „Maður veit aldrei upp á hverju þetta fólk tekur.“Dópgreni allan leigutímannKonan hefur í dágóðan tíma leigt út íbúðir í gegnum fyrirtæki en aldrei lent í öðru eins. Hún á íbúðina með eiginmanni sínum og kölluðu þau á lögreglu og gáfu skýrslu ásamt því að hringja í tjónadeild tryggingafélags. „Lyktin þarna var ógeðsleg. Lögreglan sagði að þetta væri bara lyktin af fólkinu, svona sæt og súr skítafýla einhvern veginn.“ Konan segir að það hafi verið búið að klína úrgangi á veggina sem tók langan tíma að þrífa. Hún lýsir ástandinu einfaldlega svona: „Íbúðin í rúst og mannaskítur upp á veggjum.“ Konan segir að það hafi tekið tvo og hálfan dag að þrífa íbúðina og skipta út því sem hafði verið eyðilagt. „Þau eyðilögðu sjónvarp, örbylgjuofn, tvö rúm og fleira og við þurftum að kaupa nýtt til þess að setja í staðinn.“ Einnig var blóð í sængurverum og sængum í íbúðinni, parketið var ónýtt í einu herbergi. Svo voru speglar og myndir skemmdar og leirtau brotið. „Þetta hefur bara verið dópgreni í fimm daga og fimm nætur. Það voru augljóslega mjög margir þarna inni.“VísirTjónið meira en milljónEigendurnir vita ekki nákvæmlega hversu margir voru í íbúðinni þessa daga en gestirnir sem vitað er um aldurinn á voru frá 21 árs til 56 ára. Kona sem skildi eftir tösku í íbúðinni var fædd árið 1961 samkvæmt skilríkjum sem fundust í töskunni. „Ég hélt að þetta væri eitthvað þýfi en þá sagði lögreglan mér að þetta væri bara frá einni sem gisti í íbúðinni.“ Eigendurnir voru í miklu áfalli þegar þau fóru inn í íbúðina enda var aðkoman alveg hræðileg og skemmdirnar mjög miklar. „Þetta eru örugglega ein milljón til 1.200.000 krónur,“ segir konan. Þau þurftu að hafa hraðar hendur til þess að hafa íbúðina klára fyrir næstu leigjendur. „Annars hefðum við þurft að borga hótelgistingu fyrir þau á meðan við gerðum íbúðina klára.“ Hún segir að það hafi bara verið heppni að nokkrir dagar voru í að næstu leigjendur áttu að taka við íbúðinni.Tryggingarnar borga ekkiKonan varð fyrir öðru áfalli þegar hún hafði samband við tryggingafélagið sitt og fékk þau svör að tjónið yrði ekki bætt. „Ég var nýbúin að auka við tryggingar hjá Verði og þau eru með stæla og segjast ekki ætla að borga þetta.“ Konan segir að skýringar tryggingarfélagsins hafi verið mjög furðulegar og hafi breyst síðan málið kom fyrst upp. „Fyrst voru rökin að það ætti ekki að borga okkur tjónið af því að þetta væri skemmdarverk og þeir bættu ekki skemmdarverk. En svo kemur fram í skilgreiningunum þeirra að ef það eru skemmdarverk að þá verður að vera lögregluskýrsla og við erum með lögregluskýrslu svo það er fallið. Það er eins og þeir hafi ekki lesið eigin skilmála. Svo voru næstu rök að konan hafði leyfi til þess að vera í íbúðinni. En þá er spurning, ef maður er með leyfi til að vera, má maður bara vera eins lengi og maður vill?“ Hún ætlar þó ekki að gefast upp og stefnir á að halda áfram að reyna að ræða við tjónadeild tryggingafélagsins, þá með aðstoð lögfræðings. „Ég keypti innbústryggingu og svo er ég með húseigendatryggingu, brunatryggingu, rekstrartryggingu og fleira.“Rúm í íbúðinni voru eyðilögð og blóð var í sængum og sængurfötum.VísirEngar sértækar tryggingar vegna skammtímaleigu„Við erum ekki með neinar sér tryggingar fyrir það,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson framkvæmdastjóri á vátryggingarsviði Varðar um tryggingar vegna skemmdarverka í húsnæði í skammtímaútleigu. Taka skal fram að Sigurður er ekki að svara um þetta tiltekna mál heldur almennt um tryggingar á skammtímaleigu. „Ef þú leigir íbúðina þína út eina helgi þá ert þú væntanlega bara með þínar tryggingar og þær gilda áfram, þær hætta ekkert að gilda gagnvart húsinu þínu, innbúinu og öðru slíku. Þær ná hins vegar ekki til, t.d. skemmdarverka. Þú gætir verið með innbúskaskótryggingu sem nær þá til þess ef hlutir skemmast heima hjá þér óvart.“ Segir hann að það eigi þó bara við um óhapp en ekki skemmdarverk. „Venjulega er fólk ekki tryggt fyrir því að aðili sem hefur heimild til þess að vera inni á heimili, veldur skemmdum. Þá er það yfirleitt ekki bótaskylt.“ Aðspurður hvort fólk sem leigi íbúðina sína út tímabundið sé almennt meðvitað um þetta telur Sigurður að margir geri sér grein fyrir því. Þó sé allur gangur á því. „Því miður er það oft þannig að fólk áttar sig ekki alveg á því fyrir hverju það er tryggt og það sem verra er, fyrir hverju það er ekki tryggt. Þannig að ég held að það sé alveg fullt af slíkum tilfellum þar sem fólk í rauninni átti sig ekki á því.“ Bendir hann á að margir velji að taka einhvers konar tryggingu frá leigutaka, til þess að dekka greiðslufall á leigu eða skemmdir sem viðkomandi veldur á húsnæðinu. Í ljósi aukningar í skammtímaleigu á húsnæði segist hann þó skilja þörfinina á sértækum tryggingum. „Við erum allavega ekki búin að búa til slíka vöru núna, hvað sem svo síðar verður. Það getur vel verið að það verði til einhver vara fyrir leigusala sem að hentar þeim.“ Taka skal fram að Sigurður er ekki að svara um þetta tiltekna mál heldur almennt um tryggingar á húsnæði i skammtímaleigu. Aðeins bætt ef viðkomandi er í leyfisleysi Í fjórðu grein í skilmálum fyrir innbústryggingar í heimilisvernd Varðar kemur meðal annars fram að vátryggingin bæti tjón á hinu vátryggða heimili af völdum skemmdarverka, en þó ekki ef sá vátryggði eða einstaklingur með heimild til þess að vera á heimilinu hafi valdið tjóninu.„4.11 Skemmdarverka þ.e. skemmda á vátryggðum munum sem valdið er af ásetningi, þó ekki ef því er valdið af vátryggðum sjálfum eða einhverjum einstaklingi, sem heimild hefur haft til veru á heimili vátryggðs. Tjón vegna skemmdarverka á munum sem voru utan dyra annars staðar en við heimili vátryggðs bætast ekki.“Leigjandinn og gestir í íbúðinni skemmdu örbylgjuofn, sjónvarp, spegla og fleira í íbúðinni.VísirÞorðu ekki að henda þeim út Ung kona leigði íbúðina sem um ræðir í gegnum Booking.com en vefsíðan virðist alveg valdlaus þegar kemur að málum sem þessum. Konan segir að unga konan sem leigði íbúðina hafi verið með „Genious standard“ á síðunni. Kort stúlkunnar virkaði ekki í bókunarkerfinu svo faðir hennar borgaði. Eigendur íbúðarinnar hafa látið manninn vita af skemmdunum en hafa á þessum tímapunkti ekki óskað eftir því að hann borgi fyrir þær. „Við vildum bara að hann vissi þetta svo hann væri ekki að gera þetta fyrir hana aftur.“ Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af fólkinu í íbúðinni á þessum fimm dögum vegna hávaða, þá höfðu nágrannar leitað til lögreglu. „Við fórum þangað á laugardeginum þegar það var búið að kvarta og þá kom einn nakinn til dyra,“ útskýrir konan. Sá maður var kærasti stúlkunnar sem hafði tekið íbúðina á skammtímaleigu. Eigendurnir þorðu samt ekki að henda fólkinu út áður en fimm daga leigan þeirra væri búin, af ótta við hvaða afleiðingar það hefði.Leigir ekki fleiri Íslendingum Konan er miður sín vegna þessar reynslu en reynir að horfa á þetta með hugarfari Pollýönnu og hugsa að þetta hefði getað farið verr. „Þau hefðu til dæmis getað ælt út um allt og það er ógeðsleg lykt af ælu sem erfitt er að losna við. Þau hefðu líka getað brotið eitthvað enn þá meira eins og eldhúsinnréttingu eða eitthvað.“ Konan segir að þau ætli að passa sig enn betur í framtíðinni á því hverjum þau leigi íbúð. „Ég ætla allavega ekki að leigja Íslendingum aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Íslensk stúlka skilaði íbúð af sér í hræðilegu ástandi eftir fimm daga skammtímaleigu í Reykjavík. Konan sem leigði henni íbúðina segir að að minnsta kosti sex manns hafi verið í íbúðinni þessa daga og telur tjónið vegna útleigunnar vera í kringum eina milljón króna. Tryggingarfélag konunnar neitar að borga fyrir tjónið. Það tók marga daga að þrífa íbúðina áður en hægt var að hleypa næstu leigjendum inn. „Þetta voru allt góðkunningjar lögreglunnar, miklir fíklar og dópistar,“ segir konan sem vill ekki láta nafn síns getið af ótta við það hvernig einstaklingarnir sem um ræðir gætu brugðist við. Þessar upplýsingar um fólkið í íbúðinni hefur hún frá lögreglunni sem mætti á staðinn eftir að eigendurnir uppgötvuðu skemmdirnar. „Maður veit aldrei upp á hverju þetta fólk tekur.“Dópgreni allan leigutímannKonan hefur í dágóðan tíma leigt út íbúðir í gegnum fyrirtæki en aldrei lent í öðru eins. Hún á íbúðina með eiginmanni sínum og kölluðu þau á lögreglu og gáfu skýrslu ásamt því að hringja í tjónadeild tryggingafélags. „Lyktin þarna var ógeðsleg. Lögreglan sagði að þetta væri bara lyktin af fólkinu, svona sæt og súr skítafýla einhvern veginn.“ Konan segir að það hafi verið búið að klína úrgangi á veggina sem tók langan tíma að þrífa. Hún lýsir ástandinu einfaldlega svona: „Íbúðin í rúst og mannaskítur upp á veggjum.“ Konan segir að það hafi tekið tvo og hálfan dag að þrífa íbúðina og skipta út því sem hafði verið eyðilagt. „Þau eyðilögðu sjónvarp, örbylgjuofn, tvö rúm og fleira og við þurftum að kaupa nýtt til þess að setja í staðinn.“ Einnig var blóð í sængurverum og sængum í íbúðinni, parketið var ónýtt í einu herbergi. Svo voru speglar og myndir skemmdar og leirtau brotið. „Þetta hefur bara verið dópgreni í fimm daga og fimm nætur. Það voru augljóslega mjög margir þarna inni.“VísirTjónið meira en milljónEigendurnir vita ekki nákvæmlega hversu margir voru í íbúðinni þessa daga en gestirnir sem vitað er um aldurinn á voru frá 21 árs til 56 ára. Kona sem skildi eftir tösku í íbúðinni var fædd árið 1961 samkvæmt skilríkjum sem fundust í töskunni. „Ég hélt að þetta væri eitthvað þýfi en þá sagði lögreglan mér að þetta væri bara frá einni sem gisti í íbúðinni.“ Eigendurnir voru í miklu áfalli þegar þau fóru inn í íbúðina enda var aðkoman alveg hræðileg og skemmdirnar mjög miklar. „Þetta eru örugglega ein milljón til 1.200.000 krónur,“ segir konan. Þau þurftu að hafa hraðar hendur til þess að hafa íbúðina klára fyrir næstu leigjendur. „Annars hefðum við þurft að borga hótelgistingu fyrir þau á meðan við gerðum íbúðina klára.“ Hún segir að það hafi bara verið heppni að nokkrir dagar voru í að næstu leigjendur áttu að taka við íbúðinni.Tryggingarnar borga ekkiKonan varð fyrir öðru áfalli þegar hún hafði samband við tryggingafélagið sitt og fékk þau svör að tjónið yrði ekki bætt. „Ég var nýbúin að auka við tryggingar hjá Verði og þau eru með stæla og segjast ekki ætla að borga þetta.“ Konan segir að skýringar tryggingarfélagsins hafi verið mjög furðulegar og hafi breyst síðan málið kom fyrst upp. „Fyrst voru rökin að það ætti ekki að borga okkur tjónið af því að þetta væri skemmdarverk og þeir bættu ekki skemmdarverk. En svo kemur fram í skilgreiningunum þeirra að ef það eru skemmdarverk að þá verður að vera lögregluskýrsla og við erum með lögregluskýrslu svo það er fallið. Það er eins og þeir hafi ekki lesið eigin skilmála. Svo voru næstu rök að konan hafði leyfi til þess að vera í íbúðinni. En þá er spurning, ef maður er með leyfi til að vera, má maður bara vera eins lengi og maður vill?“ Hún ætlar þó ekki að gefast upp og stefnir á að halda áfram að reyna að ræða við tjónadeild tryggingafélagsins, þá með aðstoð lögfræðings. „Ég keypti innbústryggingu og svo er ég með húseigendatryggingu, brunatryggingu, rekstrartryggingu og fleira.“Rúm í íbúðinni voru eyðilögð og blóð var í sængum og sængurfötum.VísirEngar sértækar tryggingar vegna skammtímaleigu„Við erum ekki með neinar sér tryggingar fyrir það,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson framkvæmdastjóri á vátryggingarsviði Varðar um tryggingar vegna skemmdarverka í húsnæði í skammtímaútleigu. Taka skal fram að Sigurður er ekki að svara um þetta tiltekna mál heldur almennt um tryggingar á skammtímaleigu. „Ef þú leigir íbúðina þína út eina helgi þá ert þú væntanlega bara með þínar tryggingar og þær gilda áfram, þær hætta ekkert að gilda gagnvart húsinu þínu, innbúinu og öðru slíku. Þær ná hins vegar ekki til, t.d. skemmdarverka. Þú gætir verið með innbúskaskótryggingu sem nær þá til þess ef hlutir skemmast heima hjá þér óvart.“ Segir hann að það eigi þó bara við um óhapp en ekki skemmdarverk. „Venjulega er fólk ekki tryggt fyrir því að aðili sem hefur heimild til þess að vera inni á heimili, veldur skemmdum. Þá er það yfirleitt ekki bótaskylt.“ Aðspurður hvort fólk sem leigi íbúðina sína út tímabundið sé almennt meðvitað um þetta telur Sigurður að margir geri sér grein fyrir því. Þó sé allur gangur á því. „Því miður er það oft þannig að fólk áttar sig ekki alveg á því fyrir hverju það er tryggt og það sem verra er, fyrir hverju það er ekki tryggt. Þannig að ég held að það sé alveg fullt af slíkum tilfellum þar sem fólk í rauninni átti sig ekki á því.“ Bendir hann á að margir velji að taka einhvers konar tryggingu frá leigutaka, til þess að dekka greiðslufall á leigu eða skemmdir sem viðkomandi veldur á húsnæðinu. Í ljósi aukningar í skammtímaleigu á húsnæði segist hann þó skilja þörfinina á sértækum tryggingum. „Við erum allavega ekki búin að búa til slíka vöru núna, hvað sem svo síðar verður. Það getur vel verið að það verði til einhver vara fyrir leigusala sem að hentar þeim.“ Taka skal fram að Sigurður er ekki að svara um þetta tiltekna mál heldur almennt um tryggingar á húsnæði i skammtímaleigu. Aðeins bætt ef viðkomandi er í leyfisleysi Í fjórðu grein í skilmálum fyrir innbústryggingar í heimilisvernd Varðar kemur meðal annars fram að vátryggingin bæti tjón á hinu vátryggða heimili af völdum skemmdarverka, en þó ekki ef sá vátryggði eða einstaklingur með heimild til þess að vera á heimilinu hafi valdið tjóninu.„4.11 Skemmdarverka þ.e. skemmda á vátryggðum munum sem valdið er af ásetningi, þó ekki ef því er valdið af vátryggðum sjálfum eða einhverjum einstaklingi, sem heimild hefur haft til veru á heimili vátryggðs. Tjón vegna skemmdarverka á munum sem voru utan dyra annars staðar en við heimili vátryggðs bætast ekki.“Leigjandinn og gestir í íbúðinni skemmdu örbylgjuofn, sjónvarp, spegla og fleira í íbúðinni.VísirÞorðu ekki að henda þeim út Ung kona leigði íbúðina sem um ræðir í gegnum Booking.com en vefsíðan virðist alveg valdlaus þegar kemur að málum sem þessum. Konan segir að unga konan sem leigði íbúðina hafi verið með „Genious standard“ á síðunni. Kort stúlkunnar virkaði ekki í bókunarkerfinu svo faðir hennar borgaði. Eigendur íbúðarinnar hafa látið manninn vita af skemmdunum en hafa á þessum tímapunkti ekki óskað eftir því að hann borgi fyrir þær. „Við vildum bara að hann vissi þetta svo hann væri ekki að gera þetta fyrir hana aftur.“ Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af fólkinu í íbúðinni á þessum fimm dögum vegna hávaða, þá höfðu nágrannar leitað til lögreglu. „Við fórum þangað á laugardeginum þegar það var búið að kvarta og þá kom einn nakinn til dyra,“ útskýrir konan. Sá maður var kærasti stúlkunnar sem hafði tekið íbúðina á skammtímaleigu. Eigendurnir þorðu samt ekki að henda fólkinu út áður en fimm daga leigan þeirra væri búin, af ótta við hvaða afleiðingar það hefði.Leigir ekki fleiri Íslendingum Konan er miður sín vegna þessar reynslu en reynir að horfa á þetta með hugarfari Pollýönnu og hugsa að þetta hefði getað farið verr. „Þau hefðu til dæmis getað ælt út um allt og það er ógeðsleg lykt af ælu sem erfitt er að losna við. Þau hefðu líka getað brotið eitthvað enn þá meira eins og eldhúsinnréttingu eða eitthvað.“ Konan segir að þau ætli að passa sig enn betur í framtíðinni á því hverjum þau leigi íbúð. „Ég ætla allavega ekki að leigja Íslendingum aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Lögreglumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent