Chelsea mætir Barcelona og PSG fékk Evrópumeistarana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2017 11:30 Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun? vísir/getty Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira