„Hver og einn þarf að hugleiða, hvernig hef ég tekið þátt?“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. desember 2017 19:30 Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan: MeToo Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Tugir þekktra kvenna víða úr samfélaginu komu saman í Borgarleikhúsinu í dag og lásu upp sögur sem sprottið hafa fram undir myllumerkinu MeToo. Sams konar viðburðir fóru fram bæði á Akureyri og á Seyðisfirði. Þátttakendur vona að átakið muni breyta orðræðu og viðhorfum til frambúðar. Þátttakendur í viðburði dagsins komu m.a. úr heimi sviðslista, stjórnmála, íþrótta, tónlistar, vísinda og úr réttarvörslukerfinu. Á sviði Borgarleikhússins skiptust þær á að lesa sögur sem sagðar hafa verið í lokuðum Fésbókarhópum undir myllumerkinu #MeToo og lýsa m.a. kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Þátttakendur voru sammála um að síðustu vikur hefðu verið erfiðar, en umræðan myndi vonandi breyta hlutum til hins betra.Eins og við höfum opnað sár„Það er eins og við höfum opnað sár sem við höfum allar og öll vitað af lengi. Við erum búin að opna sárið og okkur langar öllum rosalega að geta lokað því strax aftur. En eðli sársins er þannig að það má ekki loka því strax, vegna þess að erfiðustu sögurnar þurfa lengstan tíma til þess að þolendur þori að segja þær,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var meðal þeirra sem stigu á stokk. Hún tekur í sama streng og Halldóra. „Kannski hefur þetta verið þannig að mörk kvenna hafa líka verið að breytast. Konur eru farnar að skilgreina sín eigin mörk miklu skýrar en áður og það er sérstakt fagnaðarefni. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til að breyta viðhorfunum varanlega,“ segir Katrín. Hún kveðst strax hafa skynjað viðhorfsbreytingar hjá mörgum, en þannig hafi einstaklingar m.a. haft samband við hana á síðustu dögum vegna orðræðu sem þeir hafa áður haft uppi, en sjá nú að var ekki við hæfi. „Það skiptir máli að hver og einn finni það að hann þarf ekki að sitja undir því sem hann eða hún þolir ekki. Það er mjög mikilvægt,“ segir Katrín. Halldóra segir umræðuna sérstaklega snerta konur sem hafi verið lengi í atvinnulífinu, enda í fyrsta sinn sem upp kemur vettvangur fyrir þessa umræðu. Hún segir mikilvægt að nú líti allir í eigin barm „Við ykkur strákana vil ég segja, hlustið. Ekki reyna að redda þessu eða loka sárinu. Hlustið bara og hver og einn þarf að hugleiða fyrir sig – hvernig hef ég tekið þátt?“Hægt er að horfa á viðburðinn í heild sinni hér að neðan:
MeToo Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira