Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Anton Egilsson skrifar 10. desember 2017 11:37 740 karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa skrifað undir yfirlýsinguna. Vísir Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“ MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. „Við undirritaðir karlmenn í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsum fullum stuðningi við þá kvenfrelsisbyltingu sem nú gengur undir myllumerkinu MeToo. Við lýsum vilja okkar til að vinna að bættri starfs- og félagsmenningu innan sviðslista og kvikmyndagerðar. Við viðurkennum það óþolandi ástand sem kynbundið ofbeldi, valdníðsla og mismunun veldur í starfsumhverfi okkar.“ Alls 548 konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi skrifuðu í lok nóvember undir yfirlýsingu þar sem segir að konur innan bransans séu „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim. Þá voru 62 reynslusögur gerðar opinberar og sendar fjölmiðlum þar sem konur greindu frá kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar.Sjá: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitniÍ yfirlýsingu karlanan lýsa þeir yfir samstöðu með samstarfskonum sínum sem sagt hafa sögur sínar á opinberum vettvangi af kynferðislegu ofbeldi og áreitni. „Um leið viljum við axla ábyrgð og vinna að því með öllum ráðum að sýnilegu og ósýnilegu valdaójafnvægi sem ríkir á milli kynjanna verði eytt. Við fordæmum kynferðisofbeldi og valdníðslu hvar sem slíkt viðgengst. Við styðjum þolendur slíks ofbeldis og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að það eigi sér hvergi stað.“ Fram kemur að alls 740 karlar á hinum ýmsu sviðum stéttarinnar hafi skrifað undir yfirlýsinguna. „Við erum leikarar, leikstjórar, leikmyndahönnuðir, leikhússtjórar, tæknimenn, hljóðmenn, ljósamenn, sviðsmenn, gagnrýnendur, tónlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn, ljósahönnuðir, dagskrárgerðarmenn, leikmunaverðir, sviðshöfundar, leikskáld, dansarar, danshöfundar, þýðendur, tæknistjórar, sýningastrjórar, framleiðendur, tónskáld, handritahöfundar, ráðgjafar, klipparar, griplar, upptökustjórar, sviðstjórar, uppistandarar, nemendur, kennarar, grafíklistamenn, tónlistarstjórar, aðstoðarmenn, framkvæmdastjórar, kynningarfulltrúar, smiðir, brúðuleiklistamenn, óperusöngvarar, brellumeistarar, hljóðhönnuðir, hljómsveitarstjórar, myndbandahönnuðir, dagskrárstjórar, kvikmyndatökumenn og fleira.“
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01