Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 15:30 Írakski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hafa handsamað hundruð erlendra vígamanna ISIS. Vísir/AFP Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira