Trump bendir á að það sé kalt og kallar eftir hnattrænni hlýnun Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 10:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust. Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í nótt eftir hnattrænni hlýnun eftir að hann sá veðurspá um mikið kuldaskeið í Bandaríkjunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að loftslagsbreytingar af völdum manna séu ekki raunverulegt vandamál en ekki síðan hann varð forseti. Í tísti sínu sagði Trump, sem er í fríi í Flórída, með kaldhæðnislegum hætti, að áramótin gætu verið þau köldustu frá því mælingar hófust í hlutum Bandaríkjanna. Því væri mikil þörf á hnattrænni hlýnun, sem Bandaríkin en ekki önnur ríki, hafi ætlað að greiða háar fjárhæðir til að sporna gegn. Væntanlega er hann þar að vísa til Parísarsáttmálans en hann dró Bandaríkin úr honum á árinu. Þar að auki hefur Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna snúið sér frá aðgerðum vegna hnattrænnar hlýnunar.In the East, it could be the COLDEST New Year’s Eve on record. Perhaps we could use a little bit of that good old Global Warming that our Country, but not other countries, was going to pay TRILLIONS OF DOLLARS to protect against. Bundle up! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2017 Í gegnum tíðina hefur Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað kallað loftslagsbreytingar af mannavöldum „þvætting“, og „svindl“ sem Kínverjar hafi búið til með þeim tilgangi að draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna. Þá hefur hann oft tíst um þörfina á hnattrænni hlýnun þegar kalt er í veðri í Bandaríkjunum. Kuldakast þýðir þó ekki að hnattræn hlýnun sé ekki til. Kuldakast sýnir að veður sé til. Eins og nafnið gefur til kynna snýr hnattræn hlýnun að hækkandi hitastigi á jörðinni í heild sinni vegna uppsafnaðra gastegunda í gufuhvolfinu sem fanga hita. Á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna segir að munurinn á veðri og veðurfari sé tími. Þegar kemur að veðurfari og hnattrænni hlýnun er verið að ræða breytingar yfir langt tímabil.Sömuleiðis, og eins og veðurstofa Washington Post benti á í fyrradag, þá er hlýrra en gengur og gerist í mörgum hlutum heimsins, þó það sé kalt í hluta Bandaríkjanna.U.S. to be coldest region in world relative to normal over next week. Please note rest of world will be much warmer than normal lest anyone try to claim pocket of cold in U.S. debunks global warming, which they will invariably and irresponsibly do. https://t.co/hzocqUrfKphttps://t.co/4uA4fJUAyV — Capital Weather Gang (@capitalweather) December 27, 2017 Vísindamenn hafa lengi sagt það rangt að taka einstök veðurfyrirbæri til marks um að hnattræn hlýnun sé ekki, eða sé, að eiga sér stað. Síðasta ár, 2016, var það heitasta síðan mælingar hófust og það þriðja slíka ár í röð. Samkvæmt frétt CNN er útlit fyrir að 2017 verði meðal hlýjustu ára frá því að mælingar hófust.
Donald Trump Loftslagsmál Veður Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira