Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:31 Íþrottamaður ársins 2017, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir vísir/ernir Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fleiri fréttir Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er íþróttamaður ársins 2017. Kjörið var kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld, en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Þetta var í 62. sinn sem samtökin heiðra íþróttamann ársins. Ólafía Þórunn er að hljóta viðurkenninguna í fyrsta sinn, en þetta er einnig í fyrsta sinn sem að kylfingur fær þennan sæmdartitil. Það hefur ekki gerst síðan 1994 að ný íþróttagrein eignist sinn fyrsta íþrótamann ársins. Ólafía er 25 ára gömul og kemur frá Reykjavík. Hún var í ár að keppa á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni og náði þar frábærum árangri. Hún endaði í 74. sæti á stigalista mótaraðarinnar, sem ekki aðeins veitir henni þáttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili, heldur veitir henni einnig forgang á öll LPGA mót næsta árs. Hún tók þátt í þremur af fimm risamótum ársins og varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í golfi. Hún var einnig valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar sem keppti á Drottningarmótinu í Japan. Alls tók Ólafía Þórunn þátt í 26 mótum á LPGA mótaröðinni í ár. Hennar besti árangur var 4. sæti sem hún náði á Indy Women in Tech mótinu í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri nýliða í sögu mótaraðarinnar. Ólafía fór upp í 179. sæti heimslistans í golfi, sem er besti árangur íslensks kylfings, en hún stökk upp um 420 sæti á árinu. Árangurinn styrkir stöðu Ólafíu á að komast á Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Þeir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru: Aníta Hinriksdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
Fréttir ársins 2017 Golf Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fleiri fréttir Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Heimir valinn þjálfari ársins Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30
Karlalandsliðið er lið ársins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna. 28. desember 2017 20:30