Innlent

Gul viðvörun á Suðausturlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum
Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum Veðurstofa Íslands
Samkvæmt Veðurstofu Íslands er svokölluð „gul viðvörun“ í gildi á Suðausturlandi í dag. Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum nærri fjöllum þar. Norðan 13 til 20 metrar á sekúndu, með vindhviður að 35 metrum á sekúndu undir Vatnajökli, einkum austan Öræfa.

Norðaustanlands frá Eyjafirði og austur um á Austfirði er spáð hríðarveðri með blindu og mögulegri ófærð frá því síðdegis og fram á kvöld. N-átt 15-18 m/s svo sem á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði.  

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:

Vaxandi norðlæg átt og él N- og A-lands, 10-18 m/s og snjókoma eftir hádegi, hvassast SA-til, en annars bjartviðri að mestu. Hægari og úrkomuminni á morgun, en áfram él fyrir norðan og austan. Frost 1 til 11 stig, mest inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Hæg norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en austan 8-13 m/s og stöku él við S-ströndina. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:

Austlæg átt, 8-13 m/s og víða él eða dálítil snjókoma, síst þó á V-landi. Talsvert frost á öllu landinu.

Á laugardag, sunnudag (gamlársdagur) og mánudag (nýársdagur):

Útlit fyrir norðan- og norðaustanátt og með éljum eða snjókomu víða á landinu, en yfirleitt bjartviðri SV-til. Áfram kalt í veðri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×