Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. desember 2017 19:30 Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“ Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. Þann 1. janúar 2017 mátti kaupa einn Bitcoin rafeyri á tæplega 992 Bandaríkjadali. Gengið styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á árið, en á síðastliðnum mánuðum hefur styrkingin verið óheyrileg og sveiflast gengið nú í kringum nítján þúsund Bandaríkjadali. Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, bendir aftur á móti á að engin verðmæti búi í raun að baki þessari gríðarlegu hækkun. Flækingskettir fyrir hundruð milljóna króna „Þetta er svona eins og ef ég ætti flækingskött og seldi þér hann á hundrað milljónir króna og þú værir til í að kaupa hann vegna þess að þú heldur að þú getir selt hann á tvöhundruð milljónir króna á morgun. En einhvern tímann kemur að því að ekki verði hægt að finna fleiri sem vilja kaupa flækingsketti á fleiri hundruð milljónir,“ segir Gylfi. Bitcoin er svonefndur rafeyrir, sem keyptur er og seldur í gegnum veraldarvefinn. Kaupendur og seljendur koma ekki fram undir nafni eða kennitölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prentaðir. Þá er enginn seðlabanki eða yfirvöld sem stýra gengi eða flæði og ræður framboð og eftirspurn því ferðinni. Gylfi segir ekki ólíklegt að rafrænn gjaldmiðill í einhverri mynd muni ryðja sér rúms í mun meira mæli í framtíðinni. Treysta á að finna meiri flón á morgun „Ég á von á því að rafeyrir með einhverjum hætti verði jafnvel uppistaðan í greiðslumiðlun á 21. öldinni,“ segir Gylfi. Þetta verði þó líklega ekki Bitcoin, enda sveiflurnar svo miklar að fáir vilji greiða fyrir íspinna með gjaldmiðli sem gæti orðið langtum verðmeiri, eða minni, jafnvel örfáum klukkustundum síðar. Ljóst er að þeir sem átt hafa fjármuni bundna í Bitcoin í einhvern tíma geta hagnast verulega á fjárfestingunni ákveði þeir að selja í dag. Þannig gæti gróðinn verið margfaldur hafi verið keypt fyrir örfáum mánuðum, en mörgþúsundfaldur ef keypt var t.d. um mitt ár 2011 þegar einn Bitcoin kostaði um einn Bandaríkjadal. Gylfi segir hins vegar ljóst að um sé að ræða bólu, sem einn daginn springi. „Hagfræðingar tala í þessu samhengi um „meiraflónskenninguna“. Þeir sem kaupa í dag eru flón, en þeir treysta á að geta fundið meiri flón á morgun sem eru til í að kaupa á enn hærra verði. Slíkur leikur endar hins vegar oftast á því að einhverjir brenna sig.“
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira