Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 18:26 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna. Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Sjá meira
GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna.
Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45