Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 18:58 Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi Alþingi Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi
Alþingi Skipulag Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira