Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 14:40 Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. Vísir/Ernir Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar. MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00