Desember örlagríkur fyrir knattspyrnustjóra Swansea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2017 09:30 Paul Clement. Vísir/Getty Paul Clement er þriðji knattspyrnustjóri Swansea sem er sagt upp störfum í desember á jafn mörgum árum. Clement var látinn fara í gær eftir 3-1 tap liðsins gegn Everton um helgina, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton. Gylfi Þór var seldur frá Swansea í sumar til Everton fyrir metfé en hann var á mála hjá velska liðinu þegar hinir tveir stjórarnir voru reknir. Sá fyrri var Garry Monk, fyrrum fyrirliði Swansea, sem var látinn taka poka sinn í desember árið 2015. Monk tók við í febrúar 2014 af Michael Laudrup en á næstu leiktíð á eftir endaði Swansea í áttunda sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið náði ekki að fylgja því eftir haustið 2015 og var Monk rekinn í byrjun desember. Bob Bradley tók við Swansea af Francesco Guidolin í október 2016 en entist í aðeins 85 daga og ellefu leiki. Swansea vann aðeins tvívegis undir hans stjórn og var Bandaríkjamaðurinn rekinn eftir 4-1 tap fyrir West Ham á öðrum degi jóla. Þegar Clement tók svo við í byrjun janúar á þessu ári var Swansea í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tólf stig eftir nítján umferðir. En Clement hélt liðinu uppi, með magnaðan Gylfa Þór í aðalhlutverki. Gylfi fór þó í sumar, rétt eins og Fernando Llorente og Jack Cork, og hefur Clement ekki tekist að fylla í skarð þeirra. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Paul Clement er þriðji knattspyrnustjóri Swansea sem er sagt upp störfum í desember á jafn mörgum árum. Clement var látinn fara í gær eftir 3-1 tap liðsins gegn Everton um helgina, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Everton. Gylfi Þór var seldur frá Swansea í sumar til Everton fyrir metfé en hann var á mála hjá velska liðinu þegar hinir tveir stjórarnir voru reknir. Sá fyrri var Garry Monk, fyrrum fyrirliði Swansea, sem var látinn taka poka sinn í desember árið 2015. Monk tók við í febrúar 2014 af Michael Laudrup en á næstu leiktíð á eftir endaði Swansea í áttunda sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi. Liðið náði ekki að fylgja því eftir haustið 2015 og var Monk rekinn í byrjun desember. Bob Bradley tók við Swansea af Francesco Guidolin í október 2016 en entist í aðeins 85 daga og ellefu leiki. Swansea vann aðeins tvívegis undir hans stjórn og var Bandaríkjamaðurinn rekinn eftir 4-1 tap fyrir West Ham á öðrum degi jóla. Þegar Clement tók svo við í byrjun janúar á þessu ári var Swansea í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tólf stig eftir nítján umferðir. En Clement hélt liðinu uppi, með magnaðan Gylfa Þór í aðalhlutverki. Gylfi fór þó í sumar, rétt eins og Fernando Llorente og Jack Cork, og hefur Clement ekki tekist að fylla í skarð þeirra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Clement rekinn frá Swansea Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement. 20. desember 2017 20:02