Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 08:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira