Hótanir Trump hafa ekki áhrif á afstöðu Íslendinga Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2017 19:36 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld vinni með Norðurlöndunum og fleiri ríkjum í tengslum við atkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann. Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að bréf bandarískra stjórnvalda um að þau muni fylgjast með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á morgun muni ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands. Hann telur framferði Bandaríkjastjórnar óvenjulegt. Greidd verða atkvæði um tillögu um að ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraela verði dregin til baka á sérstökum aukafundi allsherjarþingsins á morgun. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sendi íslenskum stjórnvöldum bréf í dag þar sem kom fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni fylgjast grannt með því hvaða lönd greiða atkvæði gegn honum í allsherjarþinginu á morgun. Helstu bandalagsríki Bandaríkjanna hafa fengið sambærilegt bréf. „Þetta bréf fastafulltrúans er óvenjulegt. Það hefur ekki áhrif á afstöðu Íslands,“ segir Guðlaugur Þór við Vísi. Íslensk stjórnvöld vinni með stjórnvöld á Norðurlöndunum og fleiri að málinu. Afstaða Íslands muni liggja fyrir þegar greidd verða atkvæði um tillöguna kl. 15 að íslenskum tíma á morgun.Blandi ekki saman atkvæðagreiðslunni og fjárhagsaðstoðTrump hótaði því í dag að draga til baka fjárstuðning við ríki ef þau greiða atkvæði gegn Bandaríkjunum á morgun. Guðlaugur Þór segist ekki vita hvað þar býr nákvæmlega að baki. „Ég tel að það sé óskynsamlegt og að það sé ekki rétt að blanda þessum málum saman,“ segir hann.
Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50
Trump fylgist með atkvæði Íslands Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að Bandaríkjaforseti ætli sér að fylgjast grannt með því hvaða lönd greiði atkvæði gegn Bandaríkjunum á allsherjarþinginu á morgun. 20. desember 2017 15:30
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43