Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2017 13:00 Þórir Hergeirsson ræðir við Noru Mörk á HM í Þýskalandi. Vísir/Getty Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“ Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Nora Mörk, ein besta handboltakona heims, varð fyrir áfalli fyrr í haust þegar brotist var inn í síma hennar og viðkvæmum myndum af henni komið í dreifingu. Málið fékk gríðarlega athygli norskra fjölmiðla og hafði málið mikið áhrif á Mörk. Mörk var með norska landsliðinu þegar hún komst að því að myndirnar væru komnar í dreifingu og sagðist hún í samtali við norska fjölmiðla í nóvember að hún hafi nánast lamast við fréttirnar. Sjá einnig: Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem vann silfurverðlaun á HM í handbolta sem lauk í Þýskalandi um helgina. Mörk var lykilmanneskja Norðmanna á mótinu og spilaði frábærlega. Hún var markahæsti leikmaður mótsins með 66 mörk í 97 skotum.Nora Mörk í leik með Norðmönnum í úrslitaleik HM.Vísir/Getty„Þetta hefur verið mikil krísa fyrir hana og allt haustið hennar fór í þetta mál,“ sagði Þórir í samtali við íþróttadeild en fimmtán menn hafa verið kærðir fyrir að dreifa myndunum. „Þetta er nú orðið að sakamáli og er í rannsókn. Þeir sem eru sekir verða að fá sína refsingu,“ sagði Þórir enn fremur. Sjá einnig: Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Þegar leikmannahópur Noregs kom saman fyrir HM í Þýskalandi var Mörk tekið opnum örmum að sögn Þóris. „Við reyndum að gera lífið eins auðvelt fyrir hana og hægt var. Þetta var kannski besti staðurinn sem hún gat verið á - að vera með liðsvinkonum sínum í verkefni sem hún elskar og í íþrótt sem hún elskar,“ sagði Þórir sem hrósaði Mörk fyrir frammistöðuna á mótinu. „Hún spilaði mjög vel. Hún var ef til vill svolítið tóm í úrslitaleiknum og ekki ólíklegt að það hafi verið komin þreyta í hana. En hún skilaði svo sannarlega sínu á mótinu og gott betur.“
Handbolti Tengdar fréttir Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30 Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30 „Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Sjá meira
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Átti sinn besta leik í skugga kynferðisofbeldis Norska handboltakonan Nora Mörk fór á kostum í Meistaradeild Evrópu. 17. nóvember 2017 12:30
Gat lítið í úrslitaleiknum en samt valin best á HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi norska kvennalandsliðsins í handbolta, var valin besti leikmaður HM í Þýskalandi sem lauk í gær. 18. desember 2017 10:30
„Ég er stoltur af silfrinu“ Þórir Hergeirsson náði ekki að verja heimsmeistaratitilinn með Noregi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag. Hann segir erfitt að útskýra af hverju grundvallarþættir í leik liðsins brugðust þegar mest á reyndi. 19. desember 2017 06:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05