Veðrið í morgun „sýnishorn“ fyrir komandi lægðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 21:51 Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“ Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðherra löngu búinn að missa alla trú á dómskerfinu Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sjá meira
Von er á því að fleiri lægðir fari yfir landið á næstu dögum. Vonskuveður var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fuku meðal annars trampólín og heitir pottar. Næsta lægð er væntanleg seinnipart fimmtudags. Þá verður stormur á fimmtudagskvöld eða jafnvel fyrr að sögn Árna Sigurðssonar veðurfræðings, en rætt var við Árna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Árni segir að sú lægð verði líklega að mörgu leyti áþekk þeirri sem gekk yfir í dag en hún geti jafnvel verið dýpri og að búast megi við meiri úrkomu. „Það getur verið talsvert mikil úrkoma og menn eru að setja sig í startholurnar að vara við henni,“ segir Árni. „Það er verið að spá lægð líka á laugardeginum og hún verður álíka. Það verður meiri kuldi með henni, það er meiri kuldi sem kemur þá frá Kanada og hann getur komið til okkar í kjölfarið.“Gæti jafnvel snjóað þá eitthvað? „Allavega éljagangur.“Þannig að þessi lægð sem við fengum í dag, þetta er kannski bara upphitun? „Það er stundum þannig að þetta kemur í röðum. Það eru syrpur sem koma þegar aðstæður eru þannig að það er öflug hæð yfir Skandinavíu eða þar á þei slóðum og síðan kalt loft yfir Kanada þá myndast þannig aðstæður að þær myndast og koma í röðum til okkar,“ segir Árni. „Menn eiga að búa sig undir það, þetta var svona sýnishorn sem við fengum í morgun.“
Veður Tengdar fréttir Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19 Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02 Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37 Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57 Þrjú suðaustan illviðri í vændum Lægðirnar verða djúpar. 9. janúar 2018 12:15 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðherra löngu búinn að missa alla trú á dómskerfinu Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sjá meira
Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Vindurinn fór í 36 metra á Vogabakka. Samskip lokuðu gámahlutanum í morgun. 9. janúar 2018 11:19
Tugir björgunarsveitarmanna í óveðursverkefnum á höfuðborgarsvæðinu Björgunarsveitir Landsbjargar hafa haft í nógu að snúast í óveðrinu sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins í morgun. 9. janúar 2018 09:02
Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. janúar 2018 08:37
Trampólín tók á loft í Lindahverfi: Vaknaði við að glerbrotum rigndi yfir hann Ungum pilti sem býr í Lindahverfi í Kópavogi var mjög brugðið þegar hann vaknaði í morgun við það að glerbrotum rigndi yfir hann. 9. janúar 2018 11:57