„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2018 10:34 Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Potturinn hafnaði á lóð leikskólans Kórs. Leikskólinn Kór Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir. Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Magnús Hákonarson, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, var við annan mann að reyna að festa stærðarinnar heitan pott á svölum tólftu þrettándu hæðar í Hörðukór 3 í morgun. Mikil mildi var að potturinn, sem fauk af svölunum, skyldi lenda á lóð leikskólans Kórs. Engum varð meint af. Formaður húsfélagsins segir í annað skiptið á þremur árum sem vandræði eru með pottinn í óveðri. Lögregla og eigandi íbúðarinnar á efstu hæð Hörðukórs 3 voru mætt á vettvang þegar Magnús og kollega bar að garði snemma í morgun. Magnús Hákonarson björgunarsveitarmaður.Vísir/Pjetur Varla stætt á svölunum „Við komum þarna að og ákváðum að reyna að festa pottinn. Hann var laus, byrjaður að dingla eitthvað, og ég var búinn að krækja í hann þegar ég ákvað að það væri skynsamlegra að krækja fyrst í svalirnar og svo í pottinn,“ segir Magnús. „Í þann mund sem ég kræki í svalirnar þá fýkur hann.“Magnús segir varla hafa verið stætt á svölunum. Þeir séu í mikilli hæð þarna uppi„Maður hefði mjög auðveldlega getað fokið með pottinum,“ segir Magnús sem gætti þó fyllsta öryggis og telur þá ekki hafa verið í hættu. Þeir félagarnir voru í línu þegar þeir horfðu á eftir pottinum fjúka af svölunum.Þeir horfðu á eftir pottinum fljúga yfir vegg og hverfa. Svo kom í ljós að hann lenti á fyrrnefndri leikskólalóð og mölbrotnaði. Ragnheiður Anna Haraldsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Kór, sagði starfsfólk leikskólans hafa verið mjög hissa þegar það sá hvað hafði gerst þegar það mætti til vinnu í morgun.Hefði auðveldlega getað farið í hausMagnús segir um hefðbundið óveðursverkefni að ræða en það hafi þó verið sérstök tilfinning að horfa á eftir þessum þunga potti fljúka í burtu.„Þú vilt ekkert sjá það. Hann hefði svo auðveldlega getað farið í hausinn á einhverjum.“Sigríður Hafdís Þórðardóttir, formaður húsfélagsins í Hörðukór 3, segir að vandamál hafi verið með heita pottinn í lægðarbylgjunni sem gekk yfir landið fyrir tveimur árum. Þá hafi björgunarsveitarmenn sömuleiðis þurft að mæta á vettvang til að eiga við pottinn. Í því tilfelli var enginn heima þegar stormurinn gekk yfir.
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira