Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 08:37 Vindaspá Veðurstofu Íslands núna klukkan 9. veðurstofa Íslands Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira
Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sjá meira
Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22
Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08